Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Chicago Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík

Birting:

þann

Mikkeller & Friends Reykjavík

Mikkeller & Friends Reykjavík

Þann 11. september næstkomandi ætla Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 að blása til mikillar bjórveislu og kynna fyrir Íslendingum þá frábæru bjóra sem Chicago og nágrenni hefur upp á að bjóða. Þetta er einstakt tækifæri til að smakka þá frábæru bjóra frá bruggsmiðjum sem fást sjaldan að staðaldri utan heimaslóða.

Í mörg ár hefur Chicago og Miðvestur-svæði Bandaríkjanna verið frægt fyrir afar góðan bjór og verið áberandi í „craft beer“ menningu Bandaríkjanna.  Á föstudaginn næsta, 11. September , verður einblínt á nokkur af þeim brugghúsum sem Mikkeller hefur bruggað með í gegnum tíðina. Bjórar frá 18th Street Brewery, Half Acre, Spiteful og Off Colour. Fyrir utan 15 krana frá þessum brugghúsum verður talsvert flöskuúrval í boði af sjaldgæfum bjórum.

Þetta er einstakur viðburður og eitthvað sem áhugafólk um bjór mega alls ekki missa af.

 

Myndir: aðsendar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið