Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Eigendur Kalda opna bjórböð

Birting:

þann

Kaldi - Bjórbað

Séð yfir Eyjafjörðinn.
Það verður ekki slæmt útsýnið frá bjórbaðinu

Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði, stofnuðu í vikunni fyrirtækið Bjórböðin ehf. Ætlun fyrirtækisins er að byggja bjálkahús skammt frá bjórverksmiðju Kalda sem verður 350 til 400 fermetrar að stærð sem mun bæði innihalda bjórböð og veitingastað, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Ég prófaði þetta fyrst í Tékklandi árið 2007 og heillaðist rosalega af þessu. Maður liggur í bjórblöndu, þar sem blandað er saman vatni, bjór, humlum og geri, og þetta er ekki bara dekur heldur líka ótrúlega gott fyrir húðina,

segir Agnes í samtali við Viðskiptablaðið.

Fengu ráðleggingar í Tékklandi

Agnes og Ólafur fóru svo til Tékklands og Slóvakíu í vor og heimsóttu nokkur hús sem halda úti starfsemi sem þessari.

Þetta voru þrjú ólík bjórböð og þar fengum við ýmsar ráðleggingar frá eigendunum sem eiga vonandi eftir að nýtast í okkar rekstri,

segir hún og bætir við að líklega séu þau fyrst á Norðurlöndunum til að hefja svona rekstur.  Greint frá á vb.is

 

Mynd: skjáskot af google korti

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið