Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bergsson RE opnar á Granda
Það eru orðnar all margar vikur síðan að veitingahúsið Bergsson RE var tilbúið til opnunar. Vegna verkfallsaðgerða var það hins vegar ekki fyrr en í gær sem að tókst að ganga frá öllum tilskyldum leyfum og hefja reksturinn formlega. Klukkan ellefu var keyrt í gang og í hádeginu var nær fullsetið á staðnum, að því er fram kemur á vinotek.is.
Það er Bergsson Mathús í Templarasundi sem er móðurstöð Bergsson RE en í eldhúsinu í Húsi sjávarklasans á Granda er það Ólafur Örn Ólafsson sem ræður ríkjum. Hann segir að staðurinn verði opinn í hádeginu alla virka daga, þá verði kaffiveitingar fram eftir degi og staðurinn muni einnig bjóða upp á “happy hour” á barnum fram til klukkan sex.
“Eftir það verður fólk að flytja sig annað, t.d. á Slippbarinn, að minnsta kosti fyrst um sinn,”
segir Ólafur í samtali við vinotek.is.
Mynd: Smári
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






