Sverrir Halldórsson
Veitingastaður býður fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum
Vínmenningin þróast hratt á Íslandi og nú geta vínnördarnir komið með sitt eigið vín á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, en nú býður veitingastaðurinn Le Bistro á Laugavegi fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum.
Staðurinn rukkar 2.900 krónur í svokallað tappagjald fyrir þjónustuna sem er nú í boði í fyrsta skipti á Íslandi, segir í frétt á nutiminn.is.
Arnór Stefán Bohic á Le Bistro segir þjónustuna þekkjast víða erlendis þó hún sé vissulega svolítið sérstök.
Svo er voðalega mismunandi hvað fólki finnst um þetta,
segir hann í samtali við nutiminn.is.
Hann gantast með að þjónustan henti kannski helst hálfgerðum vínnördum sem eiga góða flösku heima sem þeir vilja drekka á veitingastað með vinum.
Þetta getur verið spennandi fyrir fólk sem á sérstaka flösku og vill taka hana með og njóta hjá okkur.
Hann bætir þó við að staðurinn býður einnig upp á gott úrval af vínum. Það er nutiminn.is sem greinir frá.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla