Sverrir Halldórsson
Lasse Starup Petersen er Matreiðslumaður ársins 2015 í Danmörku – Keppnin var Dönum til skammar
Matreiðslumaður ársins 2015 í Danmörku er Lasse Starup Petersen frá 10 Trin ned í Fredricia. Þetta var í 24. skiptið sem keppnin er haldin og var hún núna partur af Copenhagen Food Fair sem haldin var á Bella Center í febrúar síðastliðinn.
Til úrslita kepptu 10 matreiðslumenn sem voru eftirfarandi:
- Lasse Starup Petersen, 10 Trin ned Fredricia – Mynd nr. 10.
- Mikkel Højborg Olsen, Restaurant Babette, Vordingborg – Mynd nr. 6.
- Rasmus Kofoed Sørensen, – Mynd nr. 3
- Jonathan Bitzow – Mynd nr. 8
- Mikkel Laursen – Mynd nr. 4
- Rasmus Isak Jessen – Mynd nr. 7
- Rasmus Errebo – Mynd nr. 5
- Nicolas Min Jørgensen – Mynd nr. 9
- Dennis Juhl Jensen – Mynd nr. 1
- Rasmus Munk, Tree Top, Munkebjerg Hotel, Vejle – Mynd nr. 2
Í úrslitum hefur hver keppandi 6 klukkutíma og 25 mínútur, til að laga 3ja rétta matseðil og laga 10 skammta af hverjum rétti, þar sem 6 fara til gesti í sal, 3 fara til dómara og einn fer í sýningu.
Dómarar voru:
- Bo Jacobsen – Yfirdómari
- Anita Klemensen
- Per Hallundbæk
- Rasmus Kofoed
- Thorsten Schmidt
Þegar keppni var lokið og fyrir verðlaunaafhendingu steig yfirdómarinn í pontu og var ekki von á góðu, þar sem hann sagði að skortur væri á metnaði á þessari keppni hefði eiginlega verið Dönum til skammar.
Forréttirnir voru í lagi, í eftirréttum komu nokkrar flottar útfærslur, en með aðalréttinn steikt naut, þá gátu 8 af 10 ekki náð steikarhúð á kjötið og sósurnar voru í skógarferð.
, sagði Bo Jacobsen
En það er alltaf einhver sigurvegari og eins og áður segir var það Lasse Storup Petersen sem tók titillinn nú.
Matseðill Lasse leit svona út
Forréttur:
Rødtunge ”Bonne Femme” anno 2015
Rødtunge dampet med persille på bund af champignon og syltede løg. Glaceret med røget blanquette sauce. Og sprødt.
Aðalréttur:
Højreb stegt på ben. Stegt og gratineret kartoffel, squash med fennikel og urter, jordskokkepure. Glace og timian, æbleeddike vinagrette. Tærte med Havgus og bacon
Eftirréttur:
Duften og smagen af solbærbusk
Sorbet og sauce lavet på solbærgrene, marengs på solbær skud. Varm kornly med bitre valnødder som iscreme og saltet crumble.
Efstu þrjú sætin skipuðu eftirfarandi:
- sæti – Lasse Starup Petersen, Restaurant Ti Trin Ned i Fredericia
- sæti – Mikkel Højborg Olsen, Restaurant Babette, Vordingborg
- sæti – Rasmus Munk, Tree Top, Munkebjerg Hotel, Vejle
/Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla