Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bergsson RE opnar þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið
„Nú er allt að smella saman og við stefnum á að opna eins fljótt og hægt er, þ.e. um leið og öll leyfin eru komin í hús“.
, segir í tilkynningu á facebook síðu Bergsson RE, en það er veitingastaðurinn Bergsson Mathús sem stendur að baki á nýja veitingastaðnum sem staðsettur verður í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16. RE í nafni staðarsins er vísun í skammstafanir á skipum frá Reykjavík þar sem staðurinn er alveg við höfnina og það verða miklar sjávartengingar í matseðlinum og á útliti staðarins.
Eigandi er Þórir Bergsson matreiðslumaður sem er jafnframt eigandi Bergsson Mathús við Templarasund hefur fengið Ólaf Örn Ólafsson framreiðslumann sér til aðstoðar við breytingar á staðnum.

Svona leit salurinn út rétt áður en gestir mættu í generalprufu um daginn, þar sem boðið var upp á silungatartar, rækjur með kræklinga kremi og hægeldað nauta rib eye.
Þegar verkfallið hjá lögfræðingum sýslumanns er lokið
, sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvenær Bergsson RE opnar.
Myndir: af facebook síðu Bergsson RE.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








