Sverrir Halldórsson
Tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaun sem besta viskíið árið 2015 á alþjóðlegri verðlaunahátíð
Þau undur og stórmerki urðu á alþjóðlegu viskíverðlaununum World Whiskies Awards á dögunum að tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaunin fyrir besta viskí ársins 2015.
Í frétt Metro segir að viskíinu, sem heitir fullu nafni Kavalan Solist Vinho Barrique, hafi verið lýst sem óvenju mjúku á bragðið, líkt og mjólkursúkkulaði sem hafi verið blandað út í viskí, með eilitlu lakkrísbragði. Viskíið er eimað af King Car fyrirtækinu í Yilan sýslu í Tævan og er það látið eldast í bandarískum eikartunnum.
Skotar geta huggað sig við það að skoska viskíið Darkness! hlaut verðlaun sem besta kornviskíið, en hið japanska Nikka Teketsura Pure Malt hlaut verðlaun sem besta blandaða maltviskíið.
Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá.
Mynd: kavalanwhisky.com
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið13 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






