Nemendur & nemakeppni
Þessi keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015

Keppendur í úrslitakeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015
F.v. Birgir Þór Sigurjónsson, Íris Björk Óskarsdóttir, Anna María Gudmundsdóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason
Forkeppni Nemakeppni Kornax 2015 var haldin haldin 26. og 27. febrúar s.l. í bakaradeild Hótel og matvælaskólans í Kópavogi þar sem ellefu bakarnemar kepptu.
Fjórir efstu komust áfram í úrslitakeppnina en það eru þau (raðað í stafrófsröð)
- Anna María Gudmundsdóttir – Mosfellsbakarí
- Birgir Þór Sigurjónsson – Passion
- Gunnlaugur Arnar Ingason – Kökulist
- Íris Björk Óskarsdóttir – Sveinsbakarí
Í dag og á morgun fer fram úrslitakeppnin í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015 þar sem þau fjögur verða með þéttskipaða keppnisdagskrá, baka brauðtegundir, vínarbrauð, útbúa borðskreytingu úr ætu hráefni svo fátt eitt sé nefnt, en keppnisreglur og nánari lýsingu á keppninni er hægt að lesa með því að smella hér.
Dómarar í keppninni eru þrír og búa allir yfir mikilli fagþekkingu og reynslu, en þau eru:
- Daníel Kjartan, Bakari ársins 2013 og yfirdómari
- Helgi Freyr Helgason bakarameistari, Kruðerí Kaffitárs
- Hrafnhildur A K Sigurðardóttir, bakaraprinsessa
Mynd: Ásgeir Þór Tómasson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars