Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Systurnar Lyia og Tsige opna nýjan Eþíópískan veitingastað á Skúlagötunni
Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga, en þær eru báðar eþíópískar og hefur Tsige m.a. rekið veitingaþjónustu undanfarin ár með eþíópískum mat.
Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu. Lögð er áhersla á að andi og menning Eþíópíu svífi yfir vötnum og að gestir fái að kynnast eþíópískri matarmenningu.
Maturinn er allur gerður frá grunni, og notast er við fjölda afurða sem sendar eru beint frá heimalandinu. Þar má nefna kryddtegundirnar berberi, lífrænt túrmerik og eþíópískan chillipipar. Einnig er borið fram sérstakt kryddsmjör, auk þess sem kaffið sem boðið er upp á er í eþíópískum stíl. Þá baka systurnar allar súrdeigspönnukökur og brauð sjálfar.
Teni er staðsettur á Skúlagötu 17 í Reykjavíkur og er opið mán-mið 11:30-21:00, fim-lau 11:30-22:00 og sun 17:00-21:00.
Myndir: teni.is og af facebook síðu Teni.

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag