Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Systurnar Lyia og Tsige opna nýjan Eþíópískan veitingastað á Skúlagötunni
Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga, en þær eru báðar eþíópískar og hefur Tsige m.a. rekið veitingaþjónustu undanfarin ár með eþíópískum mat.
Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu. Lögð er áhersla á að andi og menning Eþíópíu svífi yfir vötnum og að gestir fái að kynnast eþíópískri matarmenningu.
Maturinn er allur gerður frá grunni, og notast er við fjölda afurða sem sendar eru beint frá heimalandinu. Þar má nefna kryddtegundirnar berberi, lífrænt túrmerik og eþíópískan chillipipar. Einnig er borið fram sérstakt kryddsmjör, auk þess sem kaffið sem boðið er upp á er í eþíópískum stíl. Þá baka systurnar allar súrdeigspönnukökur og brauð sjálfar.
Teni er staðsettur á Skúlagötu 17 í Reykjavíkur og er opið mán-mið 11:30-21:00, fim-lau 11:30-22:00 og sun 17:00-21:00.
Myndir: teni.is og af facebook síðu Teni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla