Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hvaða veitingahús og hótel hafa opnað á árinu 2014?
Þau eru orðin mörg veitingahúsin og hótelin sem hafa opnað á árinu 2014. Í nær 20 ár hefur Veitingageirinn.is fylgst vel með veitingabransanum og fært ykkur fréttir t.a.m. af nýjum veitingastöðum og hótelum, þeim fyrirtækjum sem hafa hætt starfsemi, nýjum rekstraraðilum.
Meðfylgjandi eru þær fréttir sem birst hafa á árinu 2014 hér á veitingageirinn.is sem samsvara upptalningunni hér að ofan:
Árið 2014
Menu-Veitingar tekur við veitingasölu Keilis
03/01/2014
Menu-Veitingar tekur við veitingasölu Keilis
Frá og með áramótum mun Menu-Veitingar annast veitingasölu í mataðstöðu nemenda og starfsfólks Keilis í Reykjanesbæ, en Skólamatur hefur haldið utan um þessa þjónustu undanfarinn ár… lesa meira.
Nýr eigandi Forréttabarsins
15/01/2014
Nýr eigandi Forréttabarsins
„Spennandi tímar. Ég hef keypt rekstur Forréttabarsins. Veitingastaðurinn stendur við Mýrargötu í hjarta hafnarsvæðis Reykjavíkur og í jaðri gamla vesturbæjarins.“.. lesa meira.
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ
16/01/2014
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ
Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A. Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir. Staðurinn tekur 35 manns í sæti.. lesa meira.
Kaffi lyst hefur verið opnað í Hafnarhúsinu
27/01/2014
Kaffi lyst hefur verið opnað í Hafnarhúsinu
Jón Örn Angantýsson bakarameistari hefur opnað Kaffi lyst á 2. hæð í Hafnarhúsinu. Þar er boðið upp á ljúffengar súpur í hádeginu sem eru lagaðar frá grunni ásamt heimabökuðu brauði og salati… lesa meira.
Nýr og spennandi veitingastaður í Ráðhúsinu
28/01/2014
Nýr og spennandi veitingastaður í Ráðhúsinu
Hjónin Laufar Sigurður Ómarsson og Ásthildur Sigurgeirsdóttir hafa tekið við veitingarekstri í Ráðhúsinu og eru óðum að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Þau ráku áður veitingahúsið Við Tjörnina í Templarasundi… lesa meira.
Nýr veitingastaður á Laugaveginum
02/02/2014
Nýr veitingastaður á Laugaveginum
Meze er nýr og spennandi tyrkneskur veitingastaður við Laugaveg 42 (þar sem MOMO var áður til húsa), en staðurinn opnaði 18. janúar s.l. Eigandinn er Murat Özkan frá Tyrklandi en hann á jafnframt veitingastaðinn Durum á horninu Laugaveg og Frakkastíg og hefur rekið Durum í nokkur ár við góðan orðstír… lesa meira.
Ný verslun | Sælkerabúðin
05/02/2014
Ný verslun | Sælkerabúðin
Sælkerabúðin opnaði í nóvember s.l. og er staðsett við Bitruhálsi 2 í Reykjavík. Sælkerabúðin sem er í eigu Gallerýs Kjöt ehf. býður upp á ýmsar sælkeravörur og ber þá fyrst að nefna osta, kjöt og ýmiss konar álegg sem er skorið niður jafn óðum… lesa meira.
Kol opnar í dag
14/02/2014
“Jæja, þá er loksins komið að því..” Kol opnar í dag
„Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld“, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol. KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40… lesa meira.
Búðin í New York opnar í dag
14/02/2014
Búðin í New York opnar í dag
Tríóið Rut Hermannsdóttir, Crystal Pei og Elliot Rayman opna í dag Búðina sem staðsett er við 114 Greenpoint Ave, Brooklyn í New York… lesa meira.
Pisa hættir og Veiðikofinn opnar
09/03/2014
Pisa hættir og Veiðikofinn opnar
Þar sem veitingastaðurinn Pisa var áður til húsa við Lækjargötu er kominn nýr veitingastaður sem ber nafnið Veiðikofinn… lesa meira.
Opna Serrano og Nam á Nýbýlavegi
10/03/2014
Opna Serrano og Nam á Nýbýlavegi
Á næstunni verða nýir Serrano- og Nam-veitingastaðir opnaðir á Nýbýlavegi í Kópavogi, en áður var verkstæðismóttaka Toyota á þessum stað… lesa meira.
Ný Hamborgarabúlla Tómasar opnar í London í dag
10/03/2014
Ný Hamborgarabúlla Tómasar opnar í London í dag
Ný Hamborgarabúlla Tómasar opnaði í dag við 342 King’s Road í London. Soft opening var 8 mars s.l. og er ekki annað að sjá á twitter að hamborgara unnendur fagna komu þeirra á King’s Road… lesa meira.
Kaffi list aftur á Klapparstíg
13/03/2014
Kaffi list aftur á Klapparstíg
Spænski veitingamaðurinn Augustin hefur tekið á leigu húsnæði veitingastaðarins á Klapparstíg 38 sem lengst af hýsti Pasta Basta sem var vel þekktur staður, Basil & Lime og Gamla vínhúsið… lesa meira.
Fabrikkan opnar í Kringlunni
14/03/2014
Framkvæmdir eru í fullum gangi á nýjum stað Fabrikkunnar
Fabrikkan opnar í Kringlunni í apríl, á slóðum gamla Hard Rock í nýjustu viðbyggingu Kringlunnar… lesa meira.
Nýr veitingastaður: Chuck Norris Grill á Laugaveginum
14/03/2014
Nýr veitingastaður: Chuck Norris Grill á Laugaveginum
Nei, þetta er ekki sjálfur Chuck Norris sem opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum, heldur er það Dillon eigandinn Vilhjálmur Sanne sem opnar þennan veitingastað sem hann nefnir Chuck Norris Grill… lesa meira.
60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu
15/03/2014
60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu
Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári… lesa meira.
Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum
16/03/2014
Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum
Nú nýverið opnaði fyrirtækið Eldum rétt þar sem boðið er upp á heimsendingar á matarpökkum sem innihalda allt hráefni sem þarf til að elda þrjár fyrirfram ákveðnar máltíðir… lesa meira.
Sbarro opnar nýjan stað í Smáralindinni
17/03/2014
Nýr veitingastaður opnar í Smáralindinni
Ítalski skynbitastaðurinn Sbarro opnar nýjan stað í Smáralindinni, en staðurinn er einnig á Stjörnutorginu í Kringlunni… lesa meira.
Nýr veitingastaður á Ingólfsstræti
20/03/2014
Nýr veitingastaður á Ingólfsstræti
Kigali kaffi & snarl er nýr veitingastaður við Ingólfsstræti 8 í Reykjavík þar sem áður var Fish Restaurant en sá staður er núna staðsettur á Skólavörðustíg 23… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum
21/03/2014
Nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum
Fylgstu með okkur … munum opna djúsí og hollan stað í maí , segir í tilkynningu á facebook síðu Gott. Það eru þau hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason matreiðslumaður sem er fólkið á bakvið þennan veitingastað… lesa meira.
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
21/03/2014
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800… lesa meira.
Nýr veitingastaður: Íslenski barinn endurvakinn
22/03/2014
Nýr veitingastaður: Íslenski barinn endurvakinn
Það var allt á fullu, smiðir, pípulagningarmenn og rafvirkjar í húsi sem áður hýsti Næsta bar við Ingólfsstræti 1a, þegar fréttamann veitingageirans bar að garði… lesa meira.
25/03/2014
RUB23 í Reykjavík lokar
RUB23 veitingastaðurinn mun loka í Reykjavík um næstu mánaðarmót á þeim stað sem hann hefur verið síðustu tvö ár við Aðalstræti 2 og ekki er gert ráð fyrir því að hann opni aftur í Reykjavík að svo stöddu… lesa meira.
Hamborgarabúlla opnuð í Berlín
26/03/2014
Hamborgarabúlla opnuð í Berlín
Við erum að fara að opna í Berlín í apríl , segir Kristín Gunnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar… lesa meira.
Vilhjálmur opnar veitingastaðinn Souvenir í Belgíu
02/04/2014
Vilhjálmur opnar veitingastaðinn Souvenir í Belgíu
Það eru hjónin Vilhjálmur Sigurðsson og Joke Michiel sem reka staðinn Souvenir Restaurant á Surmont de Volsbergestraat í Ypres í Belgíu, og sér Villi um eldhúsið en hún sér um móttöku á gestum og stýrir framreiðslunni… lesa meira.
Hótel og veitingastaður á Neskaupstað
04/04/2014
Hótel og veitingastaður opnar bráðlega á Neskaupstað
Það styttist í opnun á Hildibrand hótelinu sem staðsett er á Neskaupstað Hafnarbraut 2. Kaupfélagsbarinn er nafnið á veitingastað hótelsins sem er sjávarrétta Bistro veitingastaður með sushi, grillrétti ofl… lesa meira.
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
06/04/2014
Icelandair Hótel Vík opnar formlega 1. júní 2014
Þetta er níunda hótelið í keðjunni Icelandair hotels en hin eru Klaustur, Hérað, Akureyri, Hamar, Marina, Natura, Keflavik og Flúðir… lesa meira.
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn
09/04/2014
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn
Hamborgarabúlla Tómasar opnar nýtt útibú í Kaupmannahöfn í maí og eru framkvæmdir í fullum gangi þessa dagana… lesa meira.
Ölhús opnar á einu fallegasta horni miðbæjarins
09/04/2014
Ölhús opnar á einu fallegasta horni miðbæjarins
Núna standa yfir miklar framkvæmdir við Hafnarstræti 5, en þar mun vera ölhús sem er kaffihús með veitingum á daginn og bar stemmning á kvöldin… lesa meira.
Nýr rekstraraðili á kaffihúsinu í Lystigarðinum á Akureyri
11/04/2014
Nýr rekstraraðili á kaffihúsinu í Lystigarðinum á Akureyri
Tilboð í rekstur Café Bjarkar í Lystigarðinum voru opnuð á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í síðustu viku… lesa meira.
Aska er nýtt hostel í Vestmannaeyjum
12/04/2014
Aska er nýtt hostel í Vestmannaeyjum
Aska – Hostel er stofnað af heimamönnum og verður í endurnýjuðu húsi við Bárustíg 11 í Vestmannaeyjum… lesa meira.
Spennandi tímar framundan hjá Fosshótel keðjunni
14/04/2014
Spennandi tímar framundan hjá Fosshótel keðjunni | Ný hótel og veitingastaðir
Það eru spennandi tímar framundan hjá Fosshótel keðjunni sem stækkar með opnun á nýjum hótelum og miklar framkvæmdir standa yfir er snúa að endurbótum og stækkunum á þeim hótelum sem fyrir eru… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Norræna húsinu
15/04/2014
Nýr veitingastaður í Norræna húsinu
AALTO Bistro er nýr og spennandi veitingastaður sem verður opnaður í Norræna húsinu 1. maí næstkomandi undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks… lesa meira.
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
18/04/2014
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Aðstandendur Steikhússins í Tryggvagötu vinna nú hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í enda apríl við Aðalstræti 2, þar sem Rub 23 var áður húsa… lesa meira.
Nýir rekstraraðilar á Prímus kaffi á Hellnum
20/04/2014
Nýir rekstraraðilar á Prímus kaffi á Hellnum
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við kaffihúsinu Prímus kaffi sem undanfarin ár hefur verið starfrækt við gestastofu Snæfellsnessþjóðgarðs á Hellnum… lesa meira.
Nýtt veitingahús opnar í Ólafsvík
20/04/2014
Nýtt veitingahús opnar í Ólafsvík
Eigendur Hótels Hellissands ætla að opna veitingahús í Ólafsvík þann 1. maí næstkomandi. Það er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins þar sem áður var rekinn Kaffi Belgur… lesa meira.
Nýtt hótel á Laugaveginum
01/05/2014
Nýtt hótel á Laugaveginum
Alda Hótel er nýtt 3 stjörnu 65 herbergja hótel við Laugaveg 66-68… lesa meira.
Nýr veitingastaður við Suðurlandsbraut
10/05/2014
Nýr veitingastaður við Suðurlandsbraut
Fresco er nýr veitingastaður við Suðurlandsbraut 4 þar sem veitingastaðurinn Ali baba var áður húsa… lesa meira.
Nýr rekstraraðili veitingastaðarins á Hótel Keflavík
10/05/2014
Nýr rekstraraðili veitingastaðarins á Hótel Keflavík
Nú eru kominn nýr rekstraraðili veitingastaðarins á Hótel Keflavík sem tekur nýtt nafn, KEF restaurant & bar og er staðsettur í Iðnó skálanum… lesa meira.
Ísafold Bistro er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
10/05/2014
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði
18/05/2014
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði
Ban Kúnn er tiltölulega nýr Tælenskur veitingastaður á Tjarnarvöllum 15 í Hafnarfirði, þar sem Grillhöllin var áður til húsa… lesa meira.
Nýr veitingastaður við Tryggvagötu
23/05/2014
Nýr veitingastaður við Tryggvagötu
Reykjavík Fish er nýr veitingastaður við Tryggvagötu 8 þar sem Icelandic Fish and Chips var áður til húsa. Eigendur Reykjavík Fish eru Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson matreiðslumenn oftast kenndir við Humarhúsið… lesa meira.
Vínbarnum lokað og nýr staður kemur í staðinn
27/05/2014
Vínbarnum lokað og nýr staður kemur í staðinn
„Við höfum ákveðið að loka Vínbarnum við Kirkjutorg 4. Vínbarinn mun opna á nýjum stað innan tíðar og þökkum fyrir þessi frábæru 14 ár og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað“… lesa meira.
Nýr heilsu- og sælkerastaður í Vestmannaeyjum
28/05/2014
Nýr heilsu- og sælkerastaður í Vestmannaeyjum
Nú í maí opnaði búst- og ísbarinn Joy við Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum sem býður upp á hollustu samlokur, boozt-drykki, ís, sælkeravörur frá Nicolas Vahé svo fá eitt sé nefnt… lesa meira.
Ný Búlla opnar í Kópavogi
01/06/2014
Ný Búlla opnar í Kópavogi
Ný Búlla mun opna í Kópavogi í ágúst n.k., en staðurinn kemur til með að vera á Dalvegi 16. Eigandi er Wilhelm G Norðfjörð sem er jafnframt eigandi af Búllunnar í Hafnarfirði… lesa meira.
Nýr veitingastaður á Grenivík
02/06/2014
Nýr veitingastaður á Grenivík
Kontorinn er nýr veitingastaður við Túngötu 1-3 á Grenivík þar sem Jónsabúð var áður til húsa. Verið er að vinna hörðum höndum við gangsetja veitingastaðinn sem opnar formlega 6. júní næstkomandi… lesa meira.
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
06/06/2014
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri sem hefur fengið heitið Símstöðin café og er staðsett við Hafnarstræti 102. Áætlað er að opna staðinn um miðjan júní, en eigendur eru Kristján Þórir Kristjánsson, Sveinn Sævar Frímansson og Haukur Gröndal… lesa meira.
Nýr veitingastaður á hjólum opnar í miðbænum í hádeginu
07/06/2014
Nýr veitingastaður á hjólum opnar í miðbænum í hádeginu
Matsölustaðurinn Súpuvagninn er ný veitingastaður í miðborginni. Hann opnar á morgun en þar verður boðið upp á íslenska kjötsúpu í matsöluvagni í Mæðragarði á Lækjargötu á daginn, en á Lækjartorgi á nóttunni… lesa meira.
Nýtt kaffihús á Akranesi
19/06/2014
Nýtt kaffihús á Akranesi
Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi… lesa meira.
Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði
22/06/2014
Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði
Hið nýja og glæsilega hótel, Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði opnaði formlega 1. júní síðastliðinn. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt
12/07/2014
Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt
Grímur Grallari er nýr veitingastaður sem nú er í framkvæmdum í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á Fitjum í Njarðvík… lesa meira.
Sushibarinn opnar nýjan stað við Suðurlandsbraut
16/07/2014
Sushibarinn opnar nýjan stað við Suðurlandsbraut
Sushibarinn sem staðsettur er við Laugaveg 2 opnaði í september árið 2007 og hefur gengið mjög vel. Nú hefur nýr staður bæst við og er hann við Suðurlandsbraut 10… lesa meira.
Fimmti Saffran veitingastaðurinn opnar
02/08/2014
Fimmti Saffran veitingastaðurinn opnar
Nýr Saffran veitingastaður hefur verið opnaður á Bíldshöfða og eru þeir orðnir 5 talsins, staðsettir í Glæsibæ, Álfheimum 74, Bíldshöfða 12, N1, Ártúnsbrekku í Reykjavík, Dalvegi 4 í Kópavogi og Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði… lesa meira.
Nýr veitingastaður | Dirty Burger & Ribs
08/08/2014
Nýr veitingastaður | Dirty Burger & Ribs
Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari… lesa meira.
Ný kjöt og fiskverslun opnar á Bergstaðastræti
09/08/2014
Ný kjöt og fiskverslun opnar á Bergstaðastræti
Framkvæmdir eru hafnar í þessu fallega húsnæði við Bergstaðarstræti 14 þar sem málverka-sýningarsalurinn Listgallerý Bakarí var áður til húsa, en þar mun opna kjöt og fiskbúð… lesa meira.
Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku
10/08/2014
Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku
Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu , segir Júlíus Freyr Theodórsson eigandi Júllabúðar í Hrísey í samtali við visir.is, en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Hörpu | Munnharpan hættir
23/08/2014
Nýr veitingastaður í Hörpu | Munnharpan hættir
Nú um helgina eru síðustu dagar Munnhörpunnar í Hörpu, en á mánudaginn verður hafist handa á breytingum á húsnæðinu fyrir nýjan veitingastað sem hefur fengið nafnið Smurstöðin… lesa meira.
Fyrsti staðurinn af mörgum opnaður í Noregi
02/09/2014
Fyrsti staðurinn af mörgum opnaður í Noregi | Munu leggja áherslu á netsölu
Fyrsti Domino’s pítsustaðurinn í Noregi var opnaður um helgina en Domino’s keðjan í Noregi verður að miklu leyti í eigu sömu Íslendinga og reka Dominos´s á Íslandi… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Austurstræti
08/09/2014
Nýr veitingastaður í Austurstræti
Brooklyn Bar & Bistro er nýr veitingastaður í Austurstræti þar sem Subway var áður til húsa… lesa meira.
Nýr veitingastaður á Skagaströnd
12/09/2014
Nýr veitingastaður á Skagaströnd
Borgin er nýr veitingastaður á Skagaströnd við Hólanesveg 11 þar sem Kántrýbær var áður til húsa. Rekstrareigandi er Þórarinn Br. Ingvarsson matreiðslumaður, áður hafði hann starfað lengi á Hótel Reynihlíð… lesa meira.
Nýir veitingamenn taka við veitingarekstrinum í Hannesarholti af Sveini Kjartanssyni
27/09/2014
Nýir veitingamenn taka við veitingarekstrinum í Hannesarholti af Sveini Kjartanssyni
Nú vikunni tóku þeir Jónas Oddur Björnsson og Ómar Stefánsson mateiðslumenn við veitingarekstrinum í Hannesarholti… lesa meira.
Nýtt kaffihús í Vesturbænum
07/10/2014
Nýtt kaffihús í Vesturbænum
Kaffihús Vesturbæjar er nýtt kaffihús sem opnaði í gær á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur. Á meðal eigenda er Pétur Marteinsson sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar… lesa meira.
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð
10/10/2014
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð | Joe & The Juice, íslenskur bar með íslenskar veigar og kaffihúsið Segafredo
Sex nýjar verslanir og veitingastaðir munu bætast við í Leifsstöð á næstunni, átta munu halda áfram og þrjár verslanir og þrír veitingastaðir munu hætta í flugstöðinni… lesa meira.
Almar bakari kaupir Hverabakarí
10/10/2014
Almar bakari kaupir Hverabakarí | “Hann á liggur við öll bakarí á suðurlandinu…”
Almar Þorgeirsson, bakari í Hveragerði og eigandi af Almars bakarí, hefur keypt rekstur Hverabakarí í Hveragerði og rekur nú bakarí í Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn… lesa meira.
Tveir meistarakokkar nýir rekstraraðilar á 101 Restaurant & Bar
17/10/2014
Tveir meistarakokkar nýir rekstraraðilar á 101 Restaurant & Bar
Meistarakokkarnir Hákon Már Örvarsson og Agnar Sverrisson taka yfir allan veitingarekstur á 101 Hóteli við Hverfisgötu 10 innan skamms… lesa meira.
Madonna hætt eftir 27 ár
20/10/2014
Madonna hætt eftir 27 ár
Búið er að loka veitingastaðnum Madonna við Rauðarárstíg en veitingastaðurinn var opnaður árið 1987 og er því mörgum Íslendingum vel kunnugur… lesa meira.
Humarhúsið verður Torfan
05/11/2014
Humarhúsið verður Torfan
Nýr veitingastaður er kominn þar sem Humarhúsið var áður til húsa, en sá staður heitir Torfan Restaurant og er í eigu Jóns Tryggva Jónssonar sem á einnig Lækjarbrekku… lesa meira.
06/11/2014
Primo lokar
Ítalski veitingastaðurinn við Grensásveg, Primo lokaði fyrir fullt og allt á mánudaginn s.l. Staðurinn opnaði fyrir ári síðan og var einstaklega vel heppnaður staður, nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur… lesa meira.
Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg
28/11/2014
Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg
Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili… lesa meira.
Apótek Restaurant opnar í húsnæði gamla Reykjavíkur apóteksins
06/12/2014
Apótek Restaurant opnar í húsnæði gamla Reykjavíkur apóteksins
Apótek Restaurant opnar í húsnæði gamla Reykjavíkur apóteksins að Austurstræti 16. Að opnun veitingastaðarins standa eigendur veitingahúsana Tapasbarinn og Sushisamba ásamt lykilstjórnendum Apótek veitingahúss… lesa meira.
Apótek Hótel og er staðsett á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis
06/12/2014
Apótek Hótel og er staðsett á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis
Miklar framkvæmdir eru núna í gangi á nýju og glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli sem heitir Apótek Hótel og er staðsett á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis… lesa meira.
Siggi San selur suZushi í Kringlunni
06/12/2014
Siggi San selur suZushi í Kringlunni
Sigurður Karl Guðgeirsson matreiðslumaður eða Siggi San eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, hefur selt veitingastaðinn suZushi á Stjörnutorgi í Kringlunni… lesa meira.
Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS
09/12/2014
Heitt & Kalt gengur til liðs við ISS
Undirritað hefur verið samkomulag á milli ISS veitingasviðs og Heitt og Kalt þar sem ISS tekur yfir alla starfssemi Heitt og Kalt frá og með 1. desember s.l… lesa meira.
Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn
09/12/2014
Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn
Nýr bjórbar opnar næstu helgi sem hefur fengið nafnið Skúli – Craft Bar en hann er staðsettur við Fógetagarðinn í Aðalstræti 9 í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn leggur áherslu á örbjór úr ýmsum áttum… lesa meira.
Nýr veitingastaður í Austurstræti
09/12/2014
Nýr veitingastaður í Austurstræti
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti… lesa meira.
Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á hafnarbakkanum í Reykjavík
10/12/2014
Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á hafnarbakkanum í Reykjavík
Árið 1913 hófst gerð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og lauk um 4 árum síðar. Allt umhverfi og starfsemi í tengslum við höfnina hefur þróast með ýmsum hætti í gegnum árin… lesa meira.
Dirty Burger & Ribs opnar í miðbæ Reykjavíkur
10/12/2014
Dirty Burger & Ribs opnar í miðbæ Reykjavíkur
Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs (DBR) er staðsettur á Miklubraut 101, beint á móti Kringlunni og eigandi er Agnar Sverrisson, en hann er eini íslenski matreiðslumaðurinn sem hlotið hefur Michelinstjörnu fyrir veitingastaðinn Texture í London… lesa meira.
Nýr bar í 101 Reykjavík | Klaustur Downtown Bar
18/12/2014
Nýr bar í 101 Reykjavík | Klaustur Downtown Bar
Um helgina opnar nýr bar í 101 Reykjavík. Það er Klaustur Downtown Bar í sama húsnæði og Vínbarinn Bistro var til húsa á Kirkjuhvoli fyrir aftan Dómkirkjuna og Alþingi… lesa meira.
Veitingastaðurinn Caruso opnar á ný í Austurstræti 22
23/12/2014
Veitingastaðurinn Caruso opnar á ný í Austurstræti 22
Jose Garcia og Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, eigendur veitingastaðarins Caruso munu opna nýjan veitingastað… lesa meira.
Árið 2015
Fréttir af opnun á veitingahúsum og hótelum fyrir árið 2015 eru nú þegar byrjaðar að birtast á veitingageirinn.is:
Nýr veitingastaður | Matur og Drykkur opnar í janúar 2015
26/12/2014
Nýr veitingastaður | Matur og Drykkur opnar í janúar 2015
Matur og Drykkur er nýr veitingastaður sem opnar í janúar 2015, en hann er staðsettur í Allianz húsinu, Grandagarði 2, þar sem meðal annars Te og Kaffi, veitingastaðurinn Kol og salt var áður til húsa… lesa meira.
Nýtt hótel bætist við í Fosshótel keðjuna í byrjun janúar
29/12/2014
Nýtt hótel bætist við í Fosshótel keðjuna í byrjun janúar
Frá og með 2. janúar næstkomandi verður Hótel Hekla, hluti af Fosshótelunum. Fosshótel Hekla er eitt af þeim bestu sveitahótelum sunnan heiða, en hótelið stendur miðsvæðis á Skeiðunum, þaðan sem útsýni er til allra átta… lesa meira.
Hefur þú ábendingu um opnun á nýjum stað?
Er þitt fyrirtæki ekki í upptalningunni hér að ofan, eða ertu að fara opna veitingastað, hótel, bakarí, kaffihús ofl., þá viljum við vita af því. Vinsamlegast sendu okkur upplýsingar á netfangið [email protected], í gegnum þetta einfalda form og veldu viðeigandi hlekk þar, eða hreinlega taggaðu okkur #veitingageirinn á samfélagsmiðlunum og við höfum samband.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana