Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr bar í 101 Reykjavík | Klaustur Downtown Bar

Birting:

þann

Kvosin Downtown Hotel og Klaustur Downtown Bar

Um helgina opnar nýr bar í 101 Reykjavík.  Það er Klaustur Downtown Bar í sama húsnæði og Vínbarinn Bistro var til húsa á Kirkjuhvoli fyrir aftan Dómkirkjuna og Alþingi.

Húsnæðið hefur staðið autt síðan að Vínbarnum lokaði í apríl síðastliðnum en nýi barinn verður í svipuðum dúr með afbragðsvín og vinalega stemningu í húsinu ásamt góðum bjór á krana með Einstök fremst í flokki. Reksturinn er í höndum hótelsins í sama húsi, Kvosin Downtown Hotel. Hótelið opnaði í fyrra og hefur slegið í gegn hjá ferðalöngum sem eru að leita eftir að gera vel við sig.

Kvosin Downtown Hotel og Klaustur Downtown Bar

Klaustur Downtown Bar

Iðunn Ásgeirsdóttir yfirbarþjónn í óða önn að gera allt klárt fyrir opnunina

Hótelið hefur verið vinsælla en bjartsýnustu menn þorðu að vona en það hefur tilfinnanlega vantað bar í húsið síðan Vínbarinn lokaði. Ekki bara fyrir hótelgesti því það koma ennþá leigubílar um hverja helgi með fólk sem heldur að Vínbarinn sé enn opinn og það hefur í raun enginn staður tekið við af honum eftir lokun

, segir Snorri Valsson, hótelstjóri.

Það lá því beinast við að opna aftur á svipuðum nótum en með smá breyttum áherslum

, heldur Snorri áfram.

Mikið er búið að spá og spekúlera í vínvali og ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk, hvort sem um ræðir vínglös eða flöskur. Stemningin á að vera afslöppuð og vinaleg og verð miðað við gæði ætti að koma gestum barsins þægilega á óvart.

Til að byrja með verður opið frá 16:00 alla daga vikunnar þar til í kringum miðnætti. Eldhús verður ekki starfrækt á barnum til að byrja með en það hefur allt verið innréttað og gert er ráð fyrir að fyrr en síðar verði matur í boði en það mun ráðast snemma á næsta ári með hvaða hætti.

 

Myndir: af facebook síðu Klaustur Downtown Bar.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið