Sverrir Halldórsson
Roadhouse | Veitingarýni | Fleetwood Mac í Eldborg Hörpunnar
Þegar nær dró fór ég að hugsa hvernig gæti ég tengt mat við þessa hljómsveit og byrjaði að gúgla og það kom á í fyrsta en ég setti inn Fleetwood Mac and cheese og það komu upp staðir sem voru með þetta á matseðlinum.
Þá var næst hvar gæti ég fengið þetta afgreitt og viti menn hér kom ljósið, Roadhouse er með Mac and cheese á seðlinum, þannig að ég setti mig í samband við þá og bar upp mína bón og ekki stóð á svarinu, auðvitað reddum við því.
Svo kom dagurinn og ég mætti á Roadhouse, var vísað til borðs og boðið drykkur og þjónustustúlkan var ekkert að láta mig hafa matseðillinn, hún vissi að ég var búinn að panta fyrirfram.
Meðan ég beið var komið með ylvolgt poppkorn á borðið og var það vel þegið.
Forrétturinn var eftirfarandi:
Mjög bragðgott og svona öðruvísi en gaman að hafa prófað.
Aðalrétturinn var eftirfarandi:
Borið fram með laukhringjum og kokteilsósu.
Þetta smakkaðist bara alveg prýðilega og laukhringirnir voru mjög góðir.
Þetta kvöld var Halloween og klæddist starfsfólk staðarins ýmsum múnderingum í tilefni kvöldsins og var það virkilega gaman að því og einnig sáust heilu fjölskyldurnar í slíkum múnderingum og er það bara skemmtilegt.
Þjónustan var mjög góð enda þjónað til borðs af superwomen.
Síðan lá leiðinni í Hörpuna að hlýða á Þorvald bjarna, Eiður Arnars og fleiri túlka plötu Fleetwood Mac Rumours af sinn einstakri snilld.
Fór glaður heim eftir upplifun dagsins.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards