Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar
Veitingastaðurinn Eiki Feiti opnaði 28. maí 2006 með geggjuðu Eurovision tilboði. Eigandi staðarins er enginn annar en hinn ókrýndi Salat- og súpukóngur Íslands, Eiríkur Friðriksson eða Eiki.
Þeir sem þekkja til matargerðamafíunnar, þekkja Eika en hann hefur komið á fót mörgum þekktum stöðum sem margir enn eru starfrækir, s.s. Salatbar Eika, Eikargrill og Eikarborgarar.
Eiríkur hefur ekki bara átt veitingastaði á Íslandi, en hann stofnaði einnig og rak „Two Fat Chef´s“ í Orlando í Flórída sem var fyrir nokkrum árum valinn besti „nýji“ veitingastaðurinn í krókodílafylkinu Flórída.
Til gamans má geta að fyrir utan það að hafa kokkað margar máltíðir í gegnum tíðina og slegist við krókodíla hefur Eiríkur mikinn áhuga á mótorhjólum.
Freisting.is óskar Eika til hamingju með nýja veitingastað sinn.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka