Vín, drykkir og keppni
Keppnin um Gyllta Glasið 2014 lauk í gær – Úrslit verða kynnt 20. maí
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2014 sem var haldin í 10. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2013 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 12. – 13. maí.
Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins ásamt kennurum við Hótel & matvælaskóla Íslands og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.
Alls voru það 30 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir og Ástþóri Sigurvinssyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu og mest krefjandi blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu og frábærum veitingum.
Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær miðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 113 vín til leiks frá 11 vínbirgjum og verða úrslit formlega tilkynnt ásamt smökkun þeirra á þriðjudaginn 20. maí n.k. á Vínbarnum klukkan 17.00 og hvetjum við alla þá sem komu að Gyllta Glasinu að mæta ásamt öðrum sem áhuga hafa.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari & gjaldkeri
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana