Keppni
Kokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
Keppnirnar um Kokk ársins 2026 og Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram í IKEA dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Klúbbur Matreiðslumeistara fer með undirbúning og framkvæmd keppnanna líkt og undanfarin ár.
Skráning í báðar keppnir hefst 2. febrúar og stendur til 22. mars. Þátttaka er gjaldfrjáls og eru allir einstaklingar með sveinsréttindi í matreiðslu hvattir til að taka þátt.
Grunnhráefni forkeppnanna verða kynnt mánudaginn 23. mars og fara forkeppnir í báðum flokkum fram fimmtudaginn 26. mars. Úrslit í keppninni um Grænmetiskokk ársins 2026 fara fram föstudaginn 27. mars, en úrslitakeppni um titilinn Kokkur ársins 2026 verður haldin sunnudaginn 29. mars.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd keppnanna verða kynntar í næstu viku.
Myndir: Mummi Lú
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







