Sverrir Halldórsson
Með allt á hreinu í Reykjavík | „… maturinn hjá Fabrikkunni var þeim til sóma og þjónustan fumlaus og þægileg“
Það var einn góðan dag sem ég fór í Austurbæ og sá leikritið; Með allt á hreinu, hjá nemandafélagi Verslunarskóla Íslands sem byggt er á kvikmynd Stuðmanna „Með allt á Hreinu“. Var þetta virkilega skemmtileg útfærsla hjá krökkunum, söngurinn svakalega góður, tónlistin ekki síðri, sem gaf manni oft gæsahúð það flott var það, meðal annars breyttu þau Sigurjóni digra í Sigurjónu digru og var þetta hin besta skemmtun.
Og til að toppa þessa upplifun þá var næst haldið á Hamborgarafabrikkuna til að snæða mat í anda myndarinnar sem var eftirfarandi:
Og á Fabrikkunni er hamborgari til heiðurs myndinni og heitir Sigurjón digri.
Og að sjálfsögðu fékk ég mér það með.
Í tilefni af þess að það voru 30 ár liðin frá útgáfu myndarinnar 2012 var gefin út tvöföld plata undir nafninu Astraltertan, og þeir Simmi og Jói fannst leiðinlegt að enginn fengi að smakka á þessari tertu, þannig að þeir tóku til sinna ráða og útkoman er:
Og að sjálfsögðu var hún smökkuð.
Þessi matur hjá þeim á Fabrikkunni var þeim til sóma og þjónustan fumlaus og þægileg.
Það var einn sem fór glaður heim og var með allt á hreinu.
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum