Markaðurinn
Létt og rjómakennt eggjasalat með grískri jógúrt
Ótrúlega gott eggjasalat sem hentar vel bæði í nestisboxið eða á veisluborðið með góðu kexi. Það er svo gott og sniðugt að nota gríska jógúrt í salöt því gríska jógúrtin gefur rjómakennd áferð án þess að salatið verði of feitt.
Innihald
1 skammtur
200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
4 stk. harðsoðin egg
2 msk. dijon sinnep
2 msk. relish eða niðursoðnar súrar gúrkur
safi úr hálfri sítrónu
1 stk. sellerístilkur, (1-2 stk.)
2 msk. ferskt dill niðurskorið, eða eftir smekk
salt, pipar og paprikukrydd
Aðferð
- Blandið innihaldsefnum saman í skál.
- Ef þú þér líkar ekki dill eða sellerí má einfaldlega sleppa því og þá getur verið sniðugt að setja epli og/eða rauðlauk í staðinn eða hvað sem þér dettur í hug.
- Kryddið til með salti, pipar og paprikukryddi.
Næringargildi
- Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda fyrir eggjasalatið með.
- Næring í 100 g: Kolvetni: 5,2 g – Prótein: 8,2 g – Fita: 7,6 g
- Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Eggjasalat með grískri jógúrt.
Höfundur: Helga Magga – gottimatinn.is
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






