Vertu memm

Starfsmannavelta

Craft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um

Birting:

þann

Craft Burger Kitchen lokar - erfiðu rekstrarumhverfi kennt um

Það var með trega í hjarta sem eigendur Craft Burger Kitchen tilkynntu nú á dögunum að veitingastaðurinn hefði lokað dyrum sínum í síðasta sinn. Staðurinn, sem var staðsettur að Nýbýlavegi 6–8 í Kópavogi, hafði verið fastur punktur í hverfinu frá opnun í október 2018.

Í tilkynningu frá eigendum kemur fram að rekstrarumhverfi veitingageirans hafi á undanförnum árum reynst afar krefjandi og að Craft Burger Kitchen hafi ekki farið varhluta af þeirri þróun.

Eigendur lýsa þakklæti til allra gesta sem heimsótt hafa staðinn í gegnum árin og sérstaklega til fastagestanna sem þeir segja að muni verða sárlega saknað.

Mynd: facebook / Craft burger kitchen

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið