Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu

Birting:

þann

Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu

Veitingastaðurinn Brasa hefur nú opnað formlega dyr sínar á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Að staðnum standa þeir Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, sem allir hafa áratuga reynslu og margverðlaunaðir matreiðslumen.

Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu

Sigurður Helgason, Viktor Örn, Hinrik Lárusson, eigendur BRASA

Opnunarpartý fór fram í gær, fimmtudaginn 4. desember, þar sem gestir nutu léttar veitingar. Stemningin var létt og það heyrðist víða að Brasa hefði slegið í gegn frá fyrstu mínútu, bæði með umgjörðinni, matnum og þjónustunni.

Allt bendir til þess að Brasa ætli sér stórt hlutverk í veitingaflóru höfuðborgarsvæðisins, enda einvalalið í hverju horni.

Yfirkokkur staðarins er Birkir Freyr Guðbrandsson, einn metnaðarfyllsti kokkur landsins. Hann hefur starfað á virtum veitingastöðum á borð við Marshall Restaurant á Granda og SOE Kitchen/La Primavera og gegndi áður stöðu yfirkokks hjá Brút.

Aðalheiður Reynisdóttir er bakarameistari Brasa. Hún er meðal fremstu bakara landsins og hefur á undanförnum árum aflað sér dýrmætrar reynslu bæði hér heima og erlendis. Ferill hennar hófst sem bakaranemi hjá Sandholt og hélt hún síðan til London þar sem hún lærði pastry við hinn virta skóla Le Cordon Bleu.

Yfirþjónn Brasa er Kristján Nói Sæmundsson sem útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum árið 1989 og lauk meistaraprófi í framreiðslu árið 1999. Kristján hefur áratuga reynslu á virtum veitingastöðum landsins og leiðir nú þjónustuteymi Brasa með yfirvegun og fagmennsku.

Við óskum Brasa innilega til hamingju með glæsilegan veitingastað.

Með fréttinni fylgja myndir frá opnunarpartýinu.

Fleiri fréttir af Brasa má finna hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið