Markaðurinn
Kastrup leitar að Yfirkokki og Vaktstjóra í sal
Vaktstjóri í sal
Fullt starf
Kastrup leitar að öflugum vaktstjóra til að stýra þjónustuteymi í sal. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu, fagleg vinnubrögð og metnað fyrir því að skapa gestum okkar einstaka upplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg vaktstjórn í sal og bar
- Samhæfing og fagleg stjórnun þjónustu
- Þjálfun og leiðsögn starfsfólks
- Mönnun vakta og skipulag afleysinga
- Þjónusta og samskipti við gesti
- Lausn úr málum sem kunna að koma upp
- Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta
Hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frumkvæði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Gott vald á ensku er skilyrði; önnur tungumál kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á öryggis- og gæðakerfum (HACCP) er kostur
Yfirkokkur
Fullt starf
Kastrup býður upp á skapandi skandinavíska matargerð í nútímalegu umhverfi. Við leitum að yfirkokki sem hefur brennandi áhuga á faginu og vill leiða metnaðarfullt eldhústeimi okkar. Starfið felur í sér áframhaldandi þróun matseðils, nýtingu gæða hráefna úr nærumhverfi og skapandi nálgun að veitingalist.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg stjórnun eldhúss og starfsfólks
- Þróun og útfærsla matseðils í samstarfi við rekstrarteymi
- Þjálfun, leiðsögn og mönnun eldhússtarfsfólks
- Verkefna- og ferlastýring í daglegum rekstri
- Umsjón með gæðum, hreinlæti, öryggi og hagkvæmni í rekstri
Hæfniskröfur
- Sveinspróf í matreiðslu er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Skapandi hugsun og áhugi á þróun og nýjungum í matargerð
- Frumkvæði, skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
- Þekking á HACCP og öryggismálum er kostur
Staðsetning: Kastrup, Hverfisgata 6, 101 Reykjavík
Umsóknir sendist á: [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar11 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






