Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sumarstemning og handgerðir konfektmolar á Siglufirði – Síldarkaffi opnar dyr sínar
Með komu vorsins hefst sumaropnun á Síldarkaffi og Síldarminjasafninu á Siglufirði, og verða staðirnir opnir daglega frá kl. 12 til 17 frá og með 1. maí.
Þar býðst einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar matar- og menningararfleifðar í umhverfi sem vekur til lífsins síldarævintýrið mikla.
Á Síldarkaffi er boðið upp á fjölbreytt úrval veitinga fyrir bæði sælkera og sögufræðinga. Hádegið á Síldarkaffi er upplifun – súpa dagsins með nýbökuðu brauði, ásamt úrvali af sælkerakökum, bakkelsi og klassísku smurbrauði og auðvitað síld, sem heldur áfram að gegna lykilhlutverki á matseðlinum.
Gestir ættu einnig að fylgjast með næstu dögum, því spennandi fréttir eru væntanlegar frá síldareldhúsinu sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar útfærslur á hefðbundnum íslenskum hráefnum.
Eitt það nýjasta á boðstólum er samvinna Síldarkaffis við hinn ört vaxandi framleiðanda Smakk súkkulaði, sem framleiðir handgerða konfektmola á Siglufirði. Molarnir eru úr hágæða hvítu súkkulaði og fylltir með blöndu af berjum og lakkrís – óvenjuleg blanda sem hefur slegið í gegn meðal gesta.
Að Smakk standa hjónin Andri Þór Gíslason og Kristbjörg Bjarnadóttir, sem hafa lengi haft brennandi áhuga á að skapa fallegt og bragðgott súkkulaði. Nafnið SMAKK var vandlega valið og ber með sér persónulega merkingu, en það samanstendur af upphafsstöfum fjölskyldumeðlima þeirra auk þess að vera lýsandi fyrir afurðina sjálfa – molar sem gestir vilja endilega smakka.
Þeir sem vilja kynna sér nánar konfektmola SMAKK geta heimsótt heimasíðu þeirra: www.smakk.net
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu











