Markaðurinn
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af notuðum vörum á hagstæðu verði. Markmið okkar er að styðja við hringrásarhagkerfið, lengja líftíma vara og gefa þeim nýtt hlutverk. Með hverri vöru sem þú kaupir bætist virðisauki í sameiginlega sjóði samfélagsins.
Hvað geturðu fundið hjá okkur?
Húsgögn – Rafmagnsborð, stóla, hillur og fleira
Stóreldhústæki – Ofna, kæliskápa, frysta og ýmis tæki fyrir veitingastaði og fyrirtæki
Byggingarefni – Hurðir, glugga, einingar og annað nytsamlegt
Raftæki – Skjái, tölvur, prentara og margt fleira
Brettarekka og hillur – Til geymslu og skipulagningar
Ýmis tæki og búnaður – Fyrir iðnað, skrifstofur og fyrirtæki
Húseiningar og gáma
Komdu í heimsókn!
Vöruhúsið okkar er staðsett í Skeifunni 7 – kjallara. Opið alla virka daga kl. 11–13.
Skoðaðu vöruúrvalið okkar með því að smella hér.
Hafðu endilega samband ef við getum aðstoðað – við erum alltaf til staðar fyrir þig!
Með bestu kveðju,
Bogi – 863 1970
Hugi – 898 1000
Francisco Snær – 618 7098
Hilmir – 690 8110
Viltu fá smá sýnishorn? Hér er stutt myndband úr vöruhúsinu okkar:

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði