Frétt
37% ætla að gæða sér á skötu í dag
Lítið lát er á vinsældum skötunnar en rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit hennar í dag. Hefur hlutfall þeirra sem halda í skötuhefðina haldist um þetta bil frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.
Alls voru 37% sem sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessudag þetta árið, 2 prósentustigum fleiri en í fyrra.
Munur eftir lýðfræðihópum
Skatan reyndist líkt og fyrri ár vinsælli hjá körlum heldur en konum en 44% karla sögðust ætla að gæða sér á hinu kæsta ljúfmeti á Þorláksmessu þetta árið, samanborið við 30% kvenna. Þá höfðaði skatan líkt og áður einnig meira til eldri kynslóða heldur en þeirra yngri en 58% svarenda 68 ára og eldri sögðust ætla að fara í skötu í ár, samanborið við einungis 21% þeirra 18-29 ára.
Þá virðist sem að skötuhefðin haldi áfram að vera ríkari á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu en 46% svarenda af landsbyggðinni kváðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu, samanborið við 32% þeirra af höfuðborgarsvæðinu.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars