Frétt
37% ætla að gæða sér á skötu í dag
Lítið lát er á vinsældum skötunnar en rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit hennar í dag. Hefur hlutfall þeirra sem halda í skötuhefðina haldist um þetta bil frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.
Alls voru 37% sem sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessudag þetta árið, 2 prósentustigum fleiri en í fyrra.
Munur eftir lýðfræðihópum
Skatan reyndist líkt og fyrri ár vinsælli hjá körlum heldur en konum en 44% karla sögðust ætla að gæða sér á hinu kæsta ljúfmeti á Þorláksmessu þetta árið, samanborið við 30% kvenna. Þá höfðaði skatan líkt og áður einnig meira til eldri kynslóða heldur en þeirra yngri en 58% svarenda 68 ára og eldri sögðust ætla að fara í skötu í ár, samanborið við einungis 21% þeirra 18-29 ára.
Þá virðist sem að skötuhefðin haldi áfram að vera ríkari á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu en 46% svarenda af landsbyggðinni kváðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu, samanborið við 32% þeirra af höfuðborgarsvæðinu.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu