Markaðurinn
25% afsláttur á skyrköku gastró frá MS
Hin svokallaða skyrkaka gastró frá MS er eingöngu framleidd fyrir stóreldhús og er frábær lausn hvort heldur sem er í sneiðum fyrir hópa eða á hlaðborðið. Í skyrfrauðinu er bragðgott skyr, neðst er þunnur og mjúkur svampbotn og á milli er ljúffeng hindberjasulta. Veitingamaðurinn setur svo sitt handbragð á kökuna með skreytingum að eigin vali og höfum við sér margar og skemmtilegar útfærslur, t.d. með After eight, ávöxtum, sælgæti, kökumylsnu svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að frysta kökuna og sé hún tekin beint úr frysti þarf að gæta þess að kakan fái að standa í tvo tíma við stofuhita eða í fjóra tíma í kæli áður en hún er borin fram en gott er að skera kökuna áður en hún þiðnar alveg.
Kökuna er hægt að panta í stykkjatali en annars eru þrjár kökur í kassanum og geymast kökurnar í 30 daga við 0-4°C og í sex mánuði sé hún höfð í frysti.
Hér er því á ferðinni frábær lausn fyrir þá sem vilja bjóða upp á góða skyrköku án umstangsins og við vonum að þið gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar kemur að því að skreyta kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan kostar 3600.- kr en með 25%afslætti kostar hún 2700.-kr án vsk.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni