Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti matreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Forkeppni var haldin á fimmtudaginn 19. september sl. og þeir fimm nemendur sem fengu flest stig í forkeppninni í matreiðslu og framreiðslu unnu sér inn rétt til þess að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer eins og áður segir á laugardaginn 28. september 2013 í Hótel- og matvælaskólanum.
Alls voru 12 matreiðslunemar sem tóku þátt í forkeppninni en þau voru:
- Bergsteinn Guðmundsson – Grillmarkaður
- Bjartur Elí Friðþjófsson – Grillmarkaður
- Bragi Þór Hansson – Hótel Rangá
- Egill Pietro – Kolabraut
- Gunnar Rúnarsson – Natura
- Haraldur Geir Hafsteinsson – Tapashúsið
- Hrafn Geir Vigfússon – Humarhúsið
- Iðunn Sigurðardóttir – Gamla fiskfélagið
- Ísak Sigfússon – Natura
- Rúnar Pierre Heriveanx – Bláa Lónið
- Svavar Tryggvi Ómarsson – Perlan
- Þór Ingi Erlingsson – Kopar
Eftirfarandi matreiðslunemar komust áfram í úrslitakeppnina:
- Bergsteinn Guðmundsson – Grillmarkaður
- Bragi Þór Hansson – Hótel Rangá
- Hrafn Geir Vigfússon – Humarhúsið
- Iðunn Sigurðardóttir – Gamla fiskfélagið
- Rúnar Pierre Heriveanx – Bláa Lónið
Í matreiðslu skal elda þriggja rétta máltíð; forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Hráefnin í úrslitakeppninni eru eftirfarandi:
Forréttur:
Rauðspretta, hnúðkál og lynghænuegg.
Aðalréttur:
Nautaframhryggur, nautakinn og gulrófur.
Eftirréttur:
Grísk jógurt og rifsber.
Annað hráefni koma keppendur með sér.
Nöfn framreiðslunema sem tóku þátt í forkeppninni og þau sem komust áfram í úrslitakeppnina mun birtast síðar.
Mynd: Matthías
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






