Frétt
50 kíló af lambakjöti hjá Samhjálp
„Það spurðist greinilega út að við myndum vera þarna, þannig að það mættu enn fleiri en gengur og gerist,“ segir Árni Þór Arnórsson, verkefnastjóri Alþjóðadags matreiðslumeistara, en alls 7 matreiðslumeistarar elduðu ofan í skjólstæðinga Samhjálpar í dag í tilefni af alþjóðadegi matreiðslumanna. Alls telur Árni að um 200 manns hafi mætt í dag.
Boðið var upp á morgunmat í húsnæði Samhjálpar frá klukkan 11. „Við byrjuðum svo að framreiða lambasteikina klukkan tvö. Lambalærið var með hefðbundnu sniði svona eins og sunnudagssteikin, með rauðkáli, grænum baunum og sykurhúðuðum kartöflum eins og öllum finnst gott,“ segir Árni. Af þeim 7 sem elduðu matinn eru þrír meðlimir kokkalandsliðsins, þar á meðal matreiðslumaður ársins, að því er fram kemur á mbl.is.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






