Frétt
50 kíló af lambakjöti hjá Samhjálp
„Það spurðist greinilega út að við myndum vera þarna, þannig að það mættu enn fleiri en gengur og gerist,“ segir Árni Þór Arnórsson, verkefnastjóri Alþjóðadags matreiðslumeistara, en alls 7 matreiðslumeistarar elduðu ofan í skjólstæðinga Samhjálpar í dag í tilefni af alþjóðadegi matreiðslumanna. Alls telur Árni að um 200 manns hafi mætt í dag.
Boðið var upp á morgunmat í húsnæði Samhjálpar frá klukkan 11. „Við byrjuðum svo að framreiða lambasteikina klukkan tvö. Lambalærið var með hefðbundnu sniði svona eins og sunnudagssteikin, með rauðkáli, grænum baunum og sykurhúðuðum kartöflum eins og öllum finnst gott,“ segir Árni. Af þeim 7 sem elduðu matinn eru þrír meðlimir kokkalandsliðsins, þar á meðal matreiðslumaður ársins, að því er fram kemur á mbl.is.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






