Vertu memm

Markaðurinn

Yfirmatreiðslumanneskja í hjarta Orkuveitunnar

Birting:

þann

Yfirmatreiðslumanneskja í hjarta Orkuveitunnar

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 10.06.2024

Við leitum að framsýnni manneskju til að leiða teymi matstofu í metnaðarfullu eldhúsi sem er þekkt fyrir afburða matargerð. Matstofan okkar hefur oft verið nefnd hjarta Orkuveitunnar enda drifin áfram af metnaði og ástríðu fyrir því að gera vel. Við sjáum um hádegismat fyrir 400-500 einstaklinga á hverjum degi og kappkostum við að framreiða fjölbreyttan, næringarríkan og hollan mat.

Það styttist í að við opnum nýjan hluta höfuðstöðva okkar þar sem við erum að hanna vinnustað framtíðarinnar. Í því skiptir máli að hjartað okkar fái að njóta sín og mikil tækifæri fyrir réttan aðila við að móta matstofu framtíðarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stjórnun og daglegur rekstur matstofu Orkuveitunnar
  • Útbúa og þróa matseðla
  • Tryggja að eldhúsið fylgi gæða- og öryggisstöðlum
  • Gerð rekstraráætlana
  • Stjórnun á birgðum og innkaupum
  • Samvinna við aðrar deildir og tryggja hátt þjónustustig

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af stjórnun í stóreldhúsi
  • Framúrskarandi hæfni í matargerð og skapandi nálgun á matreiðslu
  • Leiðtogahæfileikar og góð samskiptahæfni
  • Skipulagsfærni og geta til að vinna undir álagi
  • Góð þekking á hreinlætis- og öryggisstöðlum í eldhúsum
  • Þekking á svansvottuðu eldhúsi er kostur
  • Menntun í matreiðslufræðum
  • Meistararéttindi í matreiðslufræðum kostur

Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)

Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.

Við virkjum fólk til árangurs fyrir samfélagið

Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.

Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis. Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2024.

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir, forstöðukona Innri þjónustu, á netfanginu [email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið