Markaðurinn
Yfirmatreiðslumaður/ Verkstjóri
Marinar ehf. óskar eftir að ráða einstakling með menntun á sviði matreiðslu og haldbæra reynslu sem yfirmatreiðslumaður.
Marinar sérhæfir sig í tilbúnum réttum. Um fullt starf er að ræða.
Viðkomandi þarf að búa yfir stjórnunarreynslu og hafa góða þekkingu á HACCP ásamt því að vera úrræðagóður og framúrskarandi leiðtogi.
Viðkomandi hefur yfirumsjón með framleiðslu og vinnslu á hráefnum. Einnig innifelur starfið starfsmannastjórnun eldhússtarfsmanna.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Almenn starfsmannastjórnun og þjálfun starfsmanna
- Skipulagning og gæðastjórnun á framleiðslu í eldhúsi
- Framleiðsla á tilbúnum réttum samkvæmt uppskriftum
- Vöruþróun á nýjum réttum
- Viðhalda og framfylgja hreinlætisstöðlum í samræmi við reglur og samskipti við viðeigandi stofnanir (Vinnueftirlit, Heilbrigðiseftirlit, Slökkvilið)
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu ásamt reynslu af störfum sem yfirmatreiðslumaður
- Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar
- Þekking/Reynsla af vinnu og tækjabúnaði í iðnaðareldhúsum
- Mikil og djúp þekking á matreiðslu
- Mjög góð þekking á HACCP reglum
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
Hulda Helgadóttir ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða í tölvupósti [email protected]
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






