Markaðurinn
Yfirmatreiðslumaður/ Verkstjóri
Marinar ehf. óskar eftir að ráða einstakling með menntun á sviði matreiðslu og haldbæra reynslu sem yfirmatreiðslumaður.
Marinar sérhæfir sig í tilbúnum réttum. Um fullt starf er að ræða.
Viðkomandi þarf að búa yfir stjórnunarreynslu og hafa góða þekkingu á HACCP ásamt því að vera úrræðagóður og framúrskarandi leiðtogi.
Viðkomandi hefur yfirumsjón með framleiðslu og vinnslu á hráefnum. Einnig innifelur starfið starfsmannastjórnun eldhússtarfsmanna.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Almenn starfsmannastjórnun og þjálfun starfsmanna
- Skipulagning og gæðastjórnun á framleiðslu í eldhúsi
- Framleiðsla á tilbúnum réttum samkvæmt uppskriftum
- Vöruþróun á nýjum réttum
- Viðhalda og framfylgja hreinlætisstöðlum í samræmi við reglur og samskipti við viðeigandi stofnanir (Vinnueftirlit, Heilbrigðiseftirlit, Slökkvilið)
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu ásamt reynslu af störfum sem yfirmatreiðslumaður
- Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar
- Þekking/Reynsla af vinnu og tækjabúnaði í iðnaðareldhúsum
- Mikil og djúp þekking á matreiðslu
- Mjög góð þekking á HACCP reglum
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
Hulda Helgadóttir ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða í tölvupósti [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako






