Markaðurinn
Yfirmatreiðslumaður óskast á Fosshótel Reykholti
Fosshótel Reykholt óskar eftir metnaðarfullum yfirmatreiðslumanni til að leiða hæfileikaríkt teymi í eldhúsi okkar á 4 stjörnu landsbyggðarhóteli. Þetta er spennandi tækifæri til að taka að sér lykilhlutverk í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
- Próf í matreiðslu er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Góð samskiptafærni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á HACCP
Ábyrgð
- Fagleg stjórnun, leiðsögn og þróun starfsmanna í eldhúsi
- Fjármál og rekstrargreining
- Verkefna- og ferlastýring
- Umsjón með gæðum, þjónustu, öryggi og hreinlæti
Húsnæði í boði.
Óskir um nánari upplýsingar sendist á Richard Alexander Allen, hótelstjóra, [email protected] eða Sævar Karl Kristinsson, yfirmann veitingasviðs, [email protected]
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 03.11.2025.
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







