Markaðurinn
Yfirmatreiðslumaður óskast á Fosshótel Reykholti
Fosshótel Reykholt óskar eftir metnaðarfullum yfirmatreiðslumanni til að leiða hæfileikaríkt teymi í eldhúsi okkar á 4 stjörnu landsbyggðarhóteli. Þetta er spennandi tækifæri til að taka að sér lykilhlutverk í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
- Próf í matreiðslu er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Góð samskiptafærni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á HACCP
Ábyrgð
- Fagleg stjórnun, leiðsögn og þróun starfsmanna í eldhúsi
- Fjármál og rekstrargreining
- Verkefna- og ferlastýring
- Umsjón með gæðum, þjónustu, öryggi og hreinlæti
Húsnæði í boði.
Óskir um nánari upplýsingar sendist á Richard Alexander Allen, hótelstjóra, [email protected] eða Sævar Karl Kristinsson, yfirmann veitingasviðs, [email protected]
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 03.11.2025.
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







