Smári Valtýr Sæbjörnsson
Yfir 100 Pítsusendlar og -pizzugerðarmenn hlupu 10 km

Hér má sjá starfmenn Domino‘s við rásmarkið með framkvæmdastjórann Birgi Örn Birgisson fremstan í flokki
Ríflega 100 starfsmenn Domino‘s á Íslandi, eða um fjórðungur starfsfólks fyrirtækisins, tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu nú um helgina og hlupu 10 kílómetra og lögðu þannig Regnbogabörnum lið en samtökin eru baráttusamtök gegn einelti.
Í síðustu viku seldi fyrirtækið sérstakar góðgerðarpizzur eftir uppskrift frá sælkerakokknum Hrefnu Sætran. Söluandvirðið rann óskipt til starfs Regnbogabarna.
Domino´s fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og fagnar því meðal annars með ýmis konar góðgerðarstarfi.
Regnbogabörn vinna nú að því að koma í loftið forvarna- og fræðsluvef sem mun líta dagsins ljós innan tíðar.
Myndir: aðsendar
/Smári
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata