Keppni
Woodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
Hátíð klassískra kokteila hefur nú fest rætur á Íslandi þegar Woodford Reserve Old Fashioned Week er haldin hér á landi í fyrsta sinn.
Hátíðin hófst í vikunni og lýkur á sunnudaginn næstkomandi. Um er að ræða alþjóðlegan viðburð sem átti upphaf sitt í París fyrir rúmum tíu árum og hefur síðan þróast í virta hátíð fyrir fagfólk og áhugafólk um kokteila víðs vegar um heiminn.
Í brennidepli er Old Fashioned, einn vinsælasti og jafnframt tímalausasti kokteill heims, þar sem einfaldleiki, jafnvægi og handverk ráða ríkjum. Woodford Reserve, sem er söluhæsta super premium ameríska viskí heims, er órjúfanlegur hluti af hátíðinni og undirstrikar áhersluna á gæði og nákvæmni í hverju glasi.
Í tilefni vikunnar hafa nokkrir af áhugaverðustu börum landsins sameinast um að bjóða gestum upp á sinn eigin klassíska Old Fashioned, auk sérútgáfa sem þróaðar hafa verið sérstaklega fyrir Woodford Reserve Old Fashioned Week. Þar má finna bæði virðingu fyrir hefðinni og skapandi útfærslur sem endurspegla persónulegan stíl hvers bars.
Meðal þeirra staða sem taka þátt í ár eru The Reykjavík Edition, Jungle, Veður, Skál, Drykk, Kaldi Bar, Coffee & Cocktails, Daisy, Kramber, Bingó og Eyja vínstofa á Akureyri. Þátttakan spannar því bæði höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina og sýnir vel hversu lifandi og fjölbreytt kokteilmenningin á Íslandi er orðin.

Dómnefndin að störfum.
Davíð Pétursson kokteilasérfræðingur, Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands, Binna Glee samfélagsmiðlastjarna og Adam Helgason lífskúnster.
Samhliða hátíðinni fór dómnefnd á vegum Barþjónaklúbbs Íslands á milli þátttökustaða og mat útfærslur þeirra á Old Fashioned kokteilnum. Í dómnefnd sátu Andri Davíð Pétursson kokteilasérfræðingur, Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands, Adam Helgason lífskúnster og Binna Glee samfélagsmiðlastjarna. Markmiðið var að finna þann Old Fashioned sem best sameinar klassískt handverk, bragðjafnvægi og frumleik.
Úrslit í keppninni verða kunngjörð á mánudaginn eftir helgi.
Woodford Reserve Old Fashioned Week er þannig ekki aðeins tilefni til að njóta góðs drykkjar, heldur einnig vettvangur til að fagna fagmennsku, sköpun og þeirri vaxandi kokteilhefð sem hefur fest sig í sessi á Íslandi. Viski– og kokteilunnendur eru hvattir til að leggja leið sína á þátttökustaði og finna sinn uppáhalds Old Fashioned.
Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni sem Ómar Vilhelmsson tók og gefa þær lifandi innsýn í stemningu, fagmennsku og handverk sem einkenndu Woodford Reserve Old Fashioned Week.
View this post on Instagram
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins











