Vertu memm

SSS-Sveitin

Von mathús – Veitingarýni

Birting:

þann

VON mathús

Á nýju ári eru við SSS félagar komir á kreik. Nú erum við staddir í Hafnarfirðinum á VON mathúsi, staðsettu í skjólgóðu porti við Strandgötuna með útsýni yfir smábátahöfnina.  Eigendur VON mathúss eru veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir.

Þetta húsnæði hefur sem sagt skipt um hlutverk en þarna var bátasmiðjan Dröfn áður og þess vegna hátt til lofts og vítt til veggja.

Þrátt fyrir hráleika og mikla lofthæð þá hefur tekist einkar vel að standsetja fallegt mathús þarna, gott aðgengi og rúmt á milli borða og er þægilegt að sitja og vera við.  Opið eldhús og nærvera starfsfólks er með miklum ágætum.  Þjónustan heimilisleg en þó með festu sem lætur gestunum líða vel hvort sem þeir eru uppábúnir  eða ekki.  Við fengum greinagóða lýsingu á þeim réttum sem bornir voru á borð til okkar.

Allt bókað undir dulnefni líkt og SSS-sveitin er þekkt fyrir og vissu hvorki salurinn né eldhúsið að nú skal rýna vel í matinn og þjónustuna hjá staðnum.

Matseðillinn er lítill sem er í raun skynsamlegt, en hann er breytilegur eftir árstíðum og breytist á 2-3ja mánaða fresti.

Við völdum 5 rétta smakkseðilinn:

Auglýsingapláss
VON mathús

Súrdeigsbrauð

„Fyrst kom súrdeigsbrauð á borðið, nýbakað og gott. Smjörið var hrært með sjávarsalti og tímian.“

VON mathús

Rauðrófugrafinn lax með furuhnetum, fenniku, rauðrófum og rósmarin.

„Laxinn var mildur og alveg hæfilega kryddaður.  Yfir heildina var samsetning á laxi og meðlæti virkilega vel heppnað og mjög bragðgott.“

VON mathús

Grafið lambainnralæri með jarðskokkum, rúgbrauðsmulningi og fáfnisgrasmæjó (estragon)

„Kjötið hefur verið skorið í sneiðar, snöggristað á pönnu og síðan skorið í litla bita. Bragðið var gott en það vantaði meiri karakter í réttinn og var því frekar hlutlaus.“

VON mathús

Þorskur með hnúðkáli, svartrót, stöngulselju og brúnuðu smjöri

„Þorskurinn var ristaður og passlega eldaður. Auk ofangreinds mátti finna nípu, sellerírótarmauk og sinnepsfræ. Mjög góður réttur.  Sinnepsfræin komu skemmtilega á óvart sem gerði réttinn einstakann.“

VON mathús

Nautakinn með kartöflum, sýrðum lauk, beikon, blaðlauk og sellerírót. Gott rauðvínsbætt nautasoð

„Þetta var bragðgóður réttur og ekkert út á hann að setja. Hinsvegar er nautakinn þungur réttur og spurning hvort hann eigi heima í fimm rétta matseðli.  Við vorum sammála um að við hefðum frekar valið lambahrygg eða jafnvel kjúkling sem var á matseðlinum.“

VON mathús

Hrísgrjóna Crème brûlée með möndlum, hafþyrniberjum og piparrót

„Sætan í þessum óhefðbundna Crème brûlée og sýran í meðlætinu gaf gott jafnvægi. Mjög gott.“

VON mathús

Mauk úr nýpu með blóðappelsínu, kakómulningi og ólívuilíu

„Þegar hér var komið sögu bauðst okkur að smakka á nýjum Vegan eftirrétti sem verður á nýjum matseðli sem er í vinnslu.  Þetta er vissulega óvanaleg samsetning og kom ánægjulega á óvart. Frískandi og gott“

Heimalagaða konfektið og Caapucino kaffið var mjög gott.  Til gamans má geta að Caapucino kaffið var borið fram í handunnum bollum, falleg Íslensk hönnun frá handverksverkstæði sem staðsett er í gamla frystihúsinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði.  Annar borðbúnaður er frumlegur og alveg í takt við staðinn.

Niðurstaða:
Von er góð og skemmtileg  nýjung í veitingahúsaflóru höfuðborgarsvæðisins, rekinn af metnaðarfullu fagfólki.
Ef við ættum að taka Michelin upprunalega snúninginn á þetta s.s. ef veitingastaður er virði heimsóknar þá 1*, ef hann er þess virði að taka smá aukakeyrslu 2* og ef hann er þess virði að leggja hreinlega sér ferð til að heimsækja hann 3 *. Einmitt þess vegna fellur Von mathús inn í síðasta flokkinn.

Við héldum sælir og vonglaðir út í nóttina.

Þeir félagar Sigurður Einarsson, Sigurvin Gunnarsson og Smári Valtýr Sæbjörnsson skipa SSS sveitina. Hér er á ferðinni matreiðslumenn hoknir af áratuga reynslu í veitingabransanum. Hægt er að hafa samband við SSS sveitina á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið