Frétt
Völundur Snær í London
Völundur Snær Völundarson kynnir bók sýna Delicious Iceland ásamt því að kynna land og þjóð á bókasýningunni í London dagana 14-16 apríl. Völundur Snær Völundarson, sjónvarpskokkur og ævintýramaður með meiru er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir.
Hann hefur unnið á heimsþekktum veitingahúsum, gert sjónvarpsþætti, sent frá sér tvær bækur og er núna á fullu við að opna sinn annan veitingastað á Bahama-eyjum.
Nýjasta rósin í hnappagatið er Bókamessan í London en skipuleggjendur hennar föluðust nýverið eftir því að hann yrði sérstakur gestur þar.
Eftir velgengni síðasta árs þar sem bókin Delicious Iceland hlaut meðal annars hin virtu Gourmand World Cook Book Awards, sem afhent voru í Peking, hefur Völundi verið boðið að vera sérstakur gestur á Bókamessunni í London eða The London Book Fair sem haldin verður í Lundúnum dagana 14-16 apríl.
Bókamessan er ein stærsta bókasýning í heimi þar sem yfir 23 þúsund fagmenn, frá yfir 110 löndum mæta til að bítast um bestu bitana í heimi bókmenntanna.
Alls voru fjórtán matreiðslumeistarar víðs vegar að úr heiminum valdir til þess að taka þátt í messunni og verður hver um sig með sérstaka sýningu á sér og verkum sínum.
Í fréttatilkynningunni segir að meðal þeirra er Angela Hartnett sem er ein af fremstu konum í veitingahúsaheiminum í dag. Angela lærði og starfar með læriföður sínum Gordon Ramsy og hefur tekið þátt með honum í ¨Hells Kitchen hinum vinsæla kokkaþætti sem nú er sýndir á Stöð 2, einnig hefur hún tekið þátt í sjónvarpsþættinum The Great British Menu á BBC2. Í þeim þætti kepptu bestu kokkar Bretlands í að matreiða fyrir 80 ára afmælishátíð Elísabetar bretadrottingar árið 2006.
Árið 2006 fékk Angela MBE orðu frá Elísabetu Bretadrottingu sem þakklæti fyrir framlag hennar til hospilality industry.
Annar frægur matreiðslumaður, rithöfundur og sjónvarpsmaður Art Smith er í London líka. Art vann fyrir Oprah Winfrey í 10 ár sem einkakokkur hennar ásamt því hefur hann komið fram í þáttum hennar ásamt því að skrifa í blöð hennar svo sem O, the Oprah tímaritið og matarhluta Oprah.com. Art hefur hlotið James Beard verðlaunin tvisvar, fyrist árið 2002 fyrir bestu matreiðslubókina og síðan aftur árið 2007 fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Art er reglulega getur í sjónvarpsþáttum svo sem The Today Show og Good Day Live og kemur fram sem dómari í smökkun í þætti á Food Network sem heitir Iron Chef America Í sumarlok 2007 opnaði Art glæsilegan veitingastað í Chicago sem heitir Table sem ber fram mat lífrænt ræktaðan frá bestu lífrænu ræktendum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Við höfum hér aðeins fjallað um tvo af þeim sem Völundur er með í að sýna matreiðslu, kynna land og þjóð á bókasýningunni í London og sýnir það hve mikilsvirtur Völundur er orðinn á alþjóða vettvangi.
Frumleiki með þjóðlegu ívafi
Um er að ræða ítarlega kynningu á viðkomandi kokki, störfum hans og hverju því sem hann hefur áhuga á að kynna. Þar sem að bókin fjallar að miklu leiti um Ísland og íslenska matarhefð þá er hér um að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir landið og matarmenningu þess enda var útgangspunkturinn í bókinni að byggja frumlega matargerð á traustum þjóðlegum grunni.
Strandparadís
Í öðrum fréttum af Völundi er það það helst að veitingastaðurinn hans, Sabor, var á dögunum kosinn besti veitingastaður eyjunnar auk þess sem Völundur var krýndur besti matreiðslumaðurinn. Það er enn ein skrautfjöðurin í hattinn en hann er þó hvergi nærri af baki dottinn því á næstu vikum opnar hann næsta veitingastað, sem hlotið hefur nafnið Oceano. Staðurinn verður stærsti veitingastaður eyjunnar og verður í senn háklassa veitingahús en um leið strandklúbbur með frjálslegra ívafi, enda staðsetur á ströndinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF