Frétt
Vír fannst í chiafræjum
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á að vír hefur fundist í chia fræjum frá Nathan og Olsen sem seld er undir merkjum Bónusar og Krónunnar. Nathan og Olsen hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vörur og lotur:
• Vörumerki: Krónan
• Vöruheiti: Chia fræ
• Best fyrir: 26.09.19
• Nettómagn: 500 g
• Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
• Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
• Vörumerki: Bónus
• Vöruheiti: Chia fræ
• Best fyrir: 26.09.19, 08.10.19, 06.12.19
• Nettómagn: 400 g
• Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
• Dreifing: Verslanir Bónus um land allt
Viðskiptavinum sem hafa keypt Chia fræ merkt Krónan eða Bónus og eru merkt með framangreindum best fyrir dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?