Frétt
Vír fannst í chiafræjum
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á að vír hefur fundist í chia fræjum frá Nathan og Olsen sem seld er undir merkjum Bónusar og Krónunnar. Nathan og Olsen hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vörur og lotur:
• Vörumerki: Krónan
• Vöruheiti: Chia fræ
• Best fyrir: 26.09.19
• Nettómagn: 500 g
• Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
• Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
• Vörumerki: Bónus
• Vöruheiti: Chia fræ
• Best fyrir: 26.09.19, 08.10.19, 06.12.19
• Nettómagn: 400 g
• Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
• Dreifing: Verslanir Bónus um land allt
Viðskiptavinum sem hafa keypt Chia fræ merkt Krónan eða Bónus og eru merkt með framangreindum best fyrir dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum