Greinasafn
Vindlar á Argentínu Steikhúsi
Tóbakvinnsla og notkun þess tengist ævafornum siðvenjum og gamalli menningu sem rekja má til Maya indíána. Á fyrri öldum var litið á tóbaksplöntuna sem lækningarjurt. Hún var notuð í bakstra, seyði og til að taka í nefið.
Helstu ræktunarsvæði vindlatóbaks eru í Karabíska hafinu og þekktustu löndin Kúba og Dóminikanska lýðveldið. Allir vindlar sem framleiddir eru á Kúbu nefnast í daglegu tali Havana vindlar. Á síðustu árum hefur vöxtur vindlaiðnaðarins aðallega átt sér stað í Dóminíkanska lýðveldinu sem vindlamenn nefna oft Santo Domingo eftir höfuðborg landsins. Fjölmörg fyrirtæki framleiða ekta vindla en stærst og þekktust eru Davidoff International, Cuba Tobacco, Partagas, Arturo Fuente og H. Upmann.
Vindlamenn bera að jafnaði virðingu fyrir öllum ekta vindlum og eiga það sameiginlegt að njóta þeirra á sama hátt, þ.e. að reykja þá ekki heldur „púa“. Smekkur manna getur þó verið mismunandi og ekki líkar öllum það sama eins og gefur að skilja. Hér á eftir verður stuðst við lýsingu á framleiðsluferli Davidoff vindla en gera má ráð fyrir að flestir ekta vindlar séu framleiddir á svipaðan hátt. Það sem fram kemur þarf því ekki að eiga eingöngu við Davidoff vindla eina sér nema sérstaklega sé tekið fram.
Hvað er vindill og úr hverju er hann?
Vindli má skipta í tvo hluta: Höfuð, þann enda sem neytandinn stingur upp í munninn og fótur, þann enda sem kveikt er í. Vindill er framleiddur úr þremur hlutum sem hér segir:
Tóbaksfyllingu (Filler) er innsta byrði vindilsins og það þykkasta. Þú getur hugsað þér einskonar trefjar sem vafið er utan um hvora aðra(2-3) og mynda þannig breiðan sívalning.
Band (Binder) er tóbakslauf sem vafið er utan um fyllinguna til halda henni saman og mynda vönd.
Vafningur (Wrapper) er fíngert tóbakslauf sem vafið er utan um band og fyllingu og myndar ytra byrði vindilsins og útlit. Vafningar eru oft sérframleiddir af öðrum fyrirtækjum en þeim sem framleiða og selja sjálfa vindlana.
Hvernig er tóbak ræktað?
Fræjum er sáð um miðjan októberen uppskera hefst 50-60 dögum þar á eftir. Rétt fyrir hana eru stærstu plönturnar frá 180-220 cm á hæð, lengd blaða um 50 cm, breidd þeirra 30 cm og allt að 30 blöð á hverri plöntu. Þetta er engin smásmíði og mun stærri plöntur en við Íslendingar eigum að venjast. Tími uppskerunnar er frá 25. Desember fram í fyrstu viku febrúar en hún fer þannig fram að laufin eru tekin neðst af plöntunni og hengd til þerris. Allt fer þetta fram utan dyra og laufin eru geymd í ´sérstökum þurrkhúsum „Ranchos“ til að skýla þeim fyrir rigningu. Þurrkun tóbaksins er fyrsta stig gerjunar og liturinn tekur smám saman að breytast úr grænum í brúnan. Þetta fyrsta stig gerjunar tekur u.þ.b. 45 daga og á því tímabili lækkar raki plöntunar úr 80% í 15-20%. Að loknu þessu stigi telst tóbakið vera orðið þurrt og það tekið niður af snúrum í þurrkhúsinu og því staflað saman.
Nú hefst annað stig gerjunar í staflanum en hún getur tekið 100-200 daga. Fyrsti laufstaflinn er í gerjun í 12-15 daga en á þeim tíma nær miðja staflans 63 stiga hita. Út frá gæðum tóbaksins er gerður greinarmunur á léttu og sterku tóbaki. Léttu tóbaki þarf að umstafla a.m.k. þrisvar og sterku sex sinnum með 40 daga millibili. Sterkt tóbak er að jafnaði dekkra og það kemur úr efstu laufum plöntunar en létt tóbak kemur úr þeim neðri.
Þriðja stig gerjunar er þroskun sem fer fram í pokum. Þegar tóbakið hefur náð viðunandi rakastigi er því þjappað saman í 50 kg poka sem geymdir eru í eitt ár a.m.k. en á þeim tíma á sér stað létt gerjun. Á þessu stigi eru valin blöð í bindiefni og blöð til að vefja vindlana með. Valið er eftir lit og lykt og 25 laug látin í sama búnt. Val bands og blaða til að vefja með fer fram rétt áður en vindillinn er búinn til.
Hvernig verður vindill til?
Eftir 3 stig gerjunar er hægt að vinna með tóbakið. Fyrst þarf að búa til fyllingu(filler) en hún er blanda sem inniheldur 3 tegundir af tóbaki sem hver á sinn ólíka hátt tryggir bragð, lykt og góðan bruna.
Hjá Davidoff er aðeins notað tóbak út besta hluta uppskerunnar en það tryggir stöðugleika bragðs og lyktar. Fyllingunni er vandlega komið fyrir í bandinu þannig að vöndur myndast. Loks er tóbakslaufinu eða vafningnum vafið utan um vöndinn og er þá er vindillinn kominn í sinn „kvöldklæðnað“. Allt er handgert frá upphafi til enda, hvergi koma rafmagn né vél nálægt. Að endingu er lengdin skorin til, hattur settur á höfuðið og miði(vörumerki)utan um hinn nýgerða vindil.
Góður vindlagerðarmaður með 6-8 ára starfsreynslu vefur 12-15 vindla á klst.
Almennt um Davidoff vindla?
Eftir að þeir eru fullgerðir í verksmiðjunni eru þeir geymdir í sérstökum birgðageymslum í 12-18 mánuði þar sem hita og rakastig er stöðugt. Allir Davidoff vindlar fara í gegnum tvöfalt gæðaeftirlit og með hverjum pakka fylgir ábyrgðarseðill, einskonar gæðavottun. Davidoff International býður upp á 20 tegundir vindla þ.e. þeirra sem eru með hvítum og gyltum miða. 12 af þessum tegundum fást á Argentínu Steikhúsi.
Meðferð vindla
Alla ekta vindla verður að geyma við hátt rakastig bæði til þess að þeir geymist vel, klippist vel fyrir notkun og að þeir brenni vel. Æskilegar aðstæður til að geyma vindla eru við 72-75% rakastig og 20°C hita. Til eru sérstakir rakakassar(humidors) til að geyma vindla í en slíka kassa má m.a. sjá inná þeim veitingahúsum sem selja ekta vindla. Davidoff framleiðir yfir 40 tegundir af rakakössum.
Geymið ekki vindla í ísskápum. – Kaupið ekki vindla sem ekki eru geymdir í rakahirslum.
Vindlar eru klipptir eða skornir með sérstökum skærum eða klippum. Skurðurinn á að vera í samræmi við þykkt vindilsins, vera hreinn og beinn og tryggja að vindillinn „trekki“. Gæði skurðarins tryggja hæfilegan trekk, fínleika og fyllingu reyksins og jafnan bruna. Leitaðu ráða hjá yfirþjóninum um hvernig á að skera vindil.
Kveikt er í vindli með kveikjara (ekki Zippo) eða eldspýtum. Til eru tvær megin aðferðir. Annars vegar að snúa vindlinum stanslaust í hringi meðan eldur er borin að fæti vindilsins og sjúga eldinn inn í vindilinn. Hins vegar að halda vindlinum lóðrétt niður á móti loganum og bera þannig eldinn beint upp á móti fæti vindilsins og snúa honum án þess að sjúga. Þegar vindillinn tekur að brenna vel þá er sogið inn og kynnt vel. Aðal atriðið er að kveikt sé jafnt í vindlinum frá öllum hliðum þannig að hann brenni jafnt og fái ekki sár í búkinn. Ef drepst í vindlinum munið þá að fjarlægja öskuna á fæti vindilsins áður en kveikt er í aftur til að forðast öskubragð.
Njóttu lífsins – njóttu vindilsins
Sá sem kann að njóta góðs vindils kanna að njóta lífsins. Hann reykir ekki, hann nýtur en að njóta vindils er viðburður. Að njóta vindils innifelur upplifun, slökun, tilhlökkun og ánægju.
Að lokum: Reykið minna. Hugsið um gæði þess sem þið reykið. Takið ykkur nægan tíma. Vindlareykingar fela að margra mati í sér ákveðna afstöðu til lífsins.
Pistill þessi var birtur á argentina.is og er birt með góðfúlegu leyfi þeirra hér.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður