Vín, drykkir og keppni
Vínbirgðir í Ástralíu aukast í kjölfar metárgangs
Met vínframleiðsla ásamt lækkun á heildsölu hefur leitt til þess að birgðir hafa aukist á árinu sem lauk 30. júní 2021, samkvæmt skýrslu frá ástralska þrúgu- og vínsamfélagsins wineaustralia.com.
Árleg skýrsla um þrúgu- og víngeirann fyrir fjárhagsárið 2020–21 staðfestir að vínbirgðir á landsvísu í Ástralíu voru þær hæstu síðan 2005–06 í lok júní 2021.
Peter Bailey hjá wineaustralia.com sagði að þessi niðurstaða kæmi ekki á óvart eftir met uppskeru, mikillar samdráttar í útflutningi til meginlandsins Kína og flutningsörðugleika á heimsvísu sem gerði það erfiðara að fá vín á markaði.
„Eins og við höfum áður greint frá hefur ástralskur vínútflutningur á árinu sem lauk 30. júní 2021 orðið fyrir áhrifum af minnkun á vínframboði undanfarin tvö ár, sem og tolla sem lagðir voru á áströlsk vín til Kína í nóvember 2020.“
Sagði Bailey.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum