Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Vínbirgðir í Ástralíu aukast í kjölfar metárgangs

Birting:

þann

Rauðvín - Hvítvín - Víntunnur

Met vínframleiðsla ásamt lækkun á heildsölu hefur leitt til þess að birgðir hafa aukist á árinu sem lauk 30. júní 2021, samkvæmt skýrslu frá ástralska þrúgu- og vínsamfélagsins wineaustralia.com.

Árleg skýrsla um þrúgu- og víngeirann fyrir fjárhagsárið 2020–21 staðfestir að vínbirgðir á landsvísu í Ástralíu voru þær hæstu síðan 2005–06 í lok júní 2021.

Peter Bailey hjá wineaustralia.com sagði að þessi niðurstaða kæmi ekki á óvart eftir met uppskeru, mikillar samdráttar í útflutningi til meginlandsins Kína og flutningsörðugleika á heimsvísu sem gerði það erfiðara að fá vín á markaði.

„Eins og við höfum áður greint frá hefur ástralskur vínútflutningur á árinu sem lauk 30. júní 2021 orðið fyrir áhrifum af minnkun á vínframboði undanfarin tvö ár, sem og tolla sem lagðir voru á áströlsk vín til Kína í nóvember 2020.“

Sagði Bailey.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið