Uppskriftir
Vínarbrauð
Hráefni
1 dl volgt vatn
2 1/2 tsk þurrger
2 msk sykur
1/2 tsk salt
50 g smjörlíki eða 1/2 dl matarolía
1 egg
3 1/2 dl hveiti
1/2–1 dl hveiti (til að strá yfir deigið í skálinni)
Tillögur að fyllingu:
Epli, eplamauk, rúsínur, rabarbarasulta (eða önnur sulta), kanelsykur, marsipan og súkkulaðibitar.
Aðferð
- Mælið volgt vatn í skál.
- Setjið ger, sykur, salt, feiti og egg út í skálina og hrærið.
- Setjið 3 1/2 dl af hveiti og hrærið og sláið deigið í skál inni.
- Stráðið 1/2–1 dl af hveiti yfir deigið í skál inni og látið það lyftast á volgum stað í um það bil 10 mínútur. Á meðan er gott að taka til í fyllinguna.
- Hrærið deigið og hnoðið. Skiptið því í tvo jafn stóra hluta sem flattir eru út í af langar lengjur 15 x 25 cm stórar, hérna duga kraftar skammt heldur er það þolinmæði, þjálfun og lagni sem dugar. Penslið með bræddu smjörlíki eða mjólk.
- Setjið lengjuna á bökunarplötu með bökunarpappír á. Skerið lengjuna í þrjá jafn stóra bita þvert yfir og þrjá skurði upp í hverja hlið á bitunum. Setjið fyllingu á miðjuna langsum, brjótið deigið yfir, fallegt er að láta deig endana skarast.
- Penslið yfir með mjólk eða eggjablöndu og stráið söxuðum möndlum eða hnetum yfir.
- Setjið plötuna í kaldan ofninn og stillið á 200 °C. Baksturinn tekur um það bil 20 mínútur.
Úr uppskriftabók Námsgagnastofnunnar.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024