Markaðurinn
Viltu vinna sem kokkur á fallegum stað? Fosshótel Stykkishólmur býður þér tækifæri!
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Stykkishólmur óskar að ráða til sín kokk í eldhústeymið. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Eftirlit með hreinlæti, HACCP.
- Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
- Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
- Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur.
Í boði er húsnæði til leigu.
Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús sem býður upp á a la carte seðil þar sem hráefnið er sótt úr nærumhverfinu og innblásturinn kemur úr náttúrunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






