Markaðurinn
Viltu vinna sem kokkur á fallegum stað? Fosshótel Stykkishólmur býður þér tækifæri!
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Stykkishólmur óskar að ráða til sín kokk í eldhústeymið. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Eftirlit með hreinlæti, HACCP.
- Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
- Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
- Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur.
Í boði er húsnæði til leigu.
Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús sem býður upp á a la carte seðil þar sem hráefnið er sótt úr nærumhverfinu og innblásturinn kemur úr náttúrunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort