Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viltu taka þátt í saltfiskviku? – Skilafrestur er til 12. júlí
Stefnt er að því að halda Saltfiskviku á Íslandi 28. ágúst til 8. september 2019. Markmið Saltfiskviku er að gera saltfisknum hærra undir höfði hér heima og kynna óþrjótandi möguleika, gæði og áhugaverða sögu saltfiskins fyrir íslenskum og erlendum gestum.
Til að ná fram markmiðinu er ætlunin að auglýsa og bjóða upp á saltfiskrétti sem þátttökuveitingastaðir hafa eyrnamerkt sér vikuna 28. ágúst til 8. september nk.
Hverjir geta tekið þátt?
Allir veitingastaðir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur: óháð núverandi matseðli og hvar sem er á landinu.
Hvað þarf ég að gera til að taka þátt?
Það eina sem þarf að gera er að útbúa saltfiskréttinn sem á að bjóða upp á og senda góða mynd af réttinum, logo veitingastaðarins, heiti réttar og verði á [email protected] fyrir 12. júlí nk.
Eru einhver takmörk varðandi saltfiskréttinn?
- Rétturinn þarf að vera úr saltfiski, ekki nætursöltuðum eða léttsöltuðum fiski.
- Íslenskir saltfiskframleiðendur, Vísir, Skinney-Þinganes og Þorbjörn bjóða hverjum þátttakenda að hámarki 30 kg af saltfiski í A flokki á 1.290 kr/kg. Í boði verður flattur fiskur með beinum og flök. Hvert flak er í 400-700 g bitum.
- Leiðbeiningar um útvötnun munu fylgja, en ef óskað er eftir verður saltfiskurinn útvatnaður og afhentur í 5kg einingum til þátttakenda, þá á 1.590 kr/kg.
Af hverju ætti ég að taka þátt í Saltfiskviku?
- Tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn – allir þátttakendur fá upplýsingar um sögu saltfisks, verkun og útvötnun sem hægt er að nota til að:
-
- undirbúa hráefnið
- kynna fyrir kúnnanum
- Möguleiki á að fá gestakokk frá Spáni
- Auglýsing á þínum stað og þínum rétti, – fyrir og á meðan á vikunni stendur:
-
- útbúinn verður listi af veitingastöðum með mynd af saltfiskrétti hvers staðar, ásamt verði og korti (staðsetning)
- hluti af saltfiskvikunni er leikur á samfélagsmiðlum sem byggir á því að gestir eru hvattir til að setja myndir á instagram #saltfiskvika með möguleika á að vinna ferð til Barcelona
Hverjir halda utan um Saltfiskviku?
Matís, í samvinnu við Klúbb Matreiðslumeistara, Íslandsstofu og Félag íslenskra saltfiskframleiðenda.
Myndir: Sverrir Þór Halldórsson
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir