Markaðurinn
Viltu starfa í hjarta borgarinnar? Þjónn óskast í 50% starf
Ertu að leita að skemmtilegu starfi í líflegu og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Saga óskar eftir að ráða til sín þjón í 50% hlutastarf á 2-2-3 vaktakerfi á veitingastaðinn Fröken Reykjavík. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu!
Helstu verkefni:
- Fagleg móttaka gesta.
- Almenn þjónusta við borð í veitingasal.
- Upplýsingagjöf til gesta um matseðil og hráefni.
- Halda vinnusvæði snyrtilegu og hreinu.
- Þjónusta við gesti og sala.
- Samvinna með öðrum deildum til að ná markmiðum í þjónustu gesta.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Lágmarksaldur 20 ára.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hótelið ljáir Lækjargötunni nýjan blæ og hönnunin er nútímaleg og klassísk í senn. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Á hótelinu má finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar.
Umsóknarfrestur: 21.08.2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






