Nemendur & nemakeppni
Vilt þú taka þátt í Norðurlandaþingi í Herning? Boðið er upp á fríar ferðir, hótel og uppihald
Stjórn KM með Viðburðar- og nýliðunarnefnd í forsvari er að leita að tveimur fulltrúum til að taka þátt í norrænu samstarfi á Norðurlandaþinginu í Herning dagana 16.- 19. mars næstkomandi. Fulltrúarnir munu taka þátt í starfi ungliða í Herning sem meðal annars felst í að leysa hópverkefni, kynna land og þjóð ásamt því að mynda tengslanet við frændþjóðir okkar.
Að auki fara fram fjölmargar skemmtilegar keppnir í Herning þessa daga, m.a. keppnin um matreiðslumann Danmerkur, keppnin Matreiðslumaður Norðurlanda og stærsta hótel-og matvælasýning Norðurlandanna.
Allur kostnaður við ferðir, hótel og uppihald er greiddur af KM og NKF.
Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar á heimasíðu KM.
Mynd: chef.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?