Sverrir Halldórsson
Villibráð á veitingastaðnum Gallery á Hótel Holti – Veitingarýni
Við félagarnir sáum að veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti, býður upp á Hreindýrahamborgara á hádegisseðlinum þessa dagana og ákváðum við að slá til og smakka.
Eitt laugardagshádegið vorum við mættir á svæðið og var okkur vísað á borð um leið og við komum inn, færður matseðill og boðnir drykkir og var úr að við pöntuðum vatn og bensín á kantinn og svo völdum við eftirfarandi rétti:
Mjög girnilegt og ferskt, en maður hálfsaknaði gæsabragðins sem vantaði.

Hreindýraborgari með Bláberja- og Rauðlaukssultu, Gráðostakremi og hleyptu Eggi í Rauðrófusafa
Borið fram með Frönskunum okkar og Piparrótar / Hollandaisesósu
Flott framsetning, glæsileg samsetning á bragði og nánast óaðfinnalegur réttur, eina við félagarnir vorum ekki sammála um steikinguna á kjötinu, en það er bara á milli okkar.
Þjónustan var fagleg og þægileg, tónlistin var glæsileg klassísk og heyrðist bara þegar hlustað var eftir henni og alveg í stíl við umhverfið og matinn.
Glæsileg umgjörð og matur hjá þeim, ég er strax farinn að hlakka til næstu heimsóknar.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað











