Sverrir Halldórsson
Villibráð á veitingastaðnum Gallery á Hótel Holti – Veitingarýni
Við félagarnir sáum að veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti, býður upp á Hreindýrahamborgara á hádegisseðlinum þessa dagana og ákváðum við að slá til og smakka.
Eitt laugardagshádegið vorum við mættir á svæðið og var okkur vísað á borð um leið og við komum inn, færður matseðill og boðnir drykkir og var úr að við pöntuðum vatn og bensín á kantinn og svo völdum við eftirfarandi rétti:
Mjög girnilegt og ferskt, en maður hálfsaknaði gæsabragðins sem vantaði.

Hreindýraborgari með Bláberja- og Rauðlaukssultu, Gráðostakremi og hleyptu Eggi í Rauðrófusafa
Borið fram með Frönskunum okkar og Piparrótar / Hollandaisesósu
Flott framsetning, glæsileg samsetning á bragði og nánast óaðfinnalegur réttur, eina við félagarnir vorum ekki sammála um steikinguna á kjötinu, en það er bara á milli okkar.
Þjónustan var fagleg og þægileg, tónlistin var glæsileg klassísk og heyrðist bara þegar hlustað var eftir henni og alveg í stíl við umhverfið og matinn.
Glæsileg umgjörð og matur hjá þeim, ég er strax farinn að hlakka til næstu heimsóknar.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri