Sverrir Halldórsson
Villibráð á veitingastaðnum Gallery á Hótel Holti – Veitingarýni
Við félagarnir sáum að veitingastaðurinn Gallery á Hótel Holti, býður upp á Hreindýrahamborgara á hádegisseðlinum þessa dagana og ákváðum við að slá til og smakka.
Eitt laugardagshádegið vorum við mættir á svæðið og var okkur vísað á borð um leið og við komum inn, færður matseðill og boðnir drykkir og var úr að við pöntuðum vatn og bensín á kantinn og svo völdum við eftirfarandi rétti:
Mjög girnilegt og ferskt, en maður hálfsaknaði gæsabragðins sem vantaði.

Hreindýraborgari með Bláberja- og Rauðlaukssultu, Gráðostakremi og hleyptu Eggi í Rauðrófusafa
Borið fram með Frönskunum okkar og Piparrótar / Hollandaisesósu
Flott framsetning, glæsileg samsetning á bragði og nánast óaðfinnalegur réttur, eina við félagarnir vorum ekki sammála um steikinguna á kjötinu, en það er bara á milli okkar.
Þjónustan var fagleg og þægileg, tónlistin var glæsileg klassísk og heyrðist bara þegar hlustað var eftir henni og alveg í stíl við umhverfið og matinn.
Glæsileg umgjörð og matur hjá þeim, ég er strax farinn að hlakka til næstu heimsóknar.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn