Starfsmannavelta
Vill selja Brauðgerð Ólafsvíkur vegna erfiðs rekstrar
Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari í Ólafsvík, sem rekið hefur Brauðgerð Ólafsvíkur undanfarinn áratug en starfað þar í fjóra áratugi. Hann hefur nú ákveðið að selja brauðgerðina vegna erfiðs rekstrar.
Fyrirtækið hvílir á gömlum merg, var stofnað árið 1951. Í samtali við Skessuhorn segir Jón Þór að hann hafi nýlega sagt öllu starfsfólki sínu upp og er nú einn að vinna.
„Ég ætla að halda áfram þangað til ég get selt þar sem það kostar að reka þetta húsnæði. Ég ætla að halda áfram á meðan heilsan leyfir en það tekur alltaf einhvern tíma að selja svona fyrirtæki. Aðal ástæðan fyrir því að vilja selja er heilsuleysi okkar hjónanna og minnkandi sala sem rekja má til aukinnar samkeppni við stóru bakaríin og innfluttar brauðvörur.
Ef þú horfir í hillurnar í búðunum sérð þú að við erum bara með lítið horn þar og hillurnar fullar af innfluttum og aðfluttum brauðvörum. Þá er ekki hægt að líta framhjá því að orkukostnaður hefur hækkað mikið og ekki síður hefur orðið gríðarleg hækkun launatengdra gjalda. Þetta leggst allt á eitt að gerir reksturinn erfiðari.“
Segir Jón Þór í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um sölu á bakaríinu hér.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum