Foodexpo
Viktor og Óðinn byrjaðir að keppa
Viktor Örn Andrésson og Óðinn Birgir Árnason eru byrjaðir að keppa, Viktor keppir í Matreiðslumaður Norðurlanda og Óðinn keppir sem Young chefs í Matreiðslumaður Norðurlanda.
Keppnin hófst snemma í morgun og á Viktor að skila forrétt kl. 13.15, aðalrétt kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30 að dönskum tíma sem er klukkutíma á undan. Hráefnið sem keppendurnir eru að elda úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinum á að vera marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og er Viktor að keppa við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.
Keppendur elda réttina í opnu eldhúsi fyrir 5 manna dómnefnd sem leggur mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna. Ísland leggur til dómara í keppnina og er það Steinn Óskar Sigurðsson sem er fyrrum liðsmaður í Kokkalandsliðinu og hefur unnið til verðlauna í keppnum hér á landi og erlendis.
Samhliða keppninni er Framreiðslumaður Norðurlanda.
Keppnin er haldin á matvælasýningin Foodexpo í Herning í Danmörku og núna klukkan 10 á íslenskum tíma hefst súkkulaði keppnin „The Nordic Championship in Showpiece“, þar sem þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor og keppandi, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari aðstoðarmaður Axels keppa.
Myndir: Hinrik
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti