Foodexpo
Viktor og Óðinn byrjaðir að keppa
Viktor Örn Andrésson og Óðinn Birgir Árnason eru byrjaðir að keppa, Viktor keppir í Matreiðslumaður Norðurlanda og Óðinn keppir sem Young chefs í Matreiðslumaður Norðurlanda.
Keppnin hófst snemma í morgun og á Viktor að skila forrétt kl. 13.15, aðalrétt kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30 að dönskum tíma sem er klukkutíma á undan. Hráefnið sem keppendurnir eru að elda úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinum á að vera marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og er Viktor að keppa við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.
Keppendur elda réttina í opnu eldhúsi fyrir 5 manna dómnefnd sem leggur mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna. Ísland leggur til dómara í keppnina og er það Steinn Óskar Sigurðsson sem er fyrrum liðsmaður í Kokkalandsliðinu og hefur unnið til verðlauna í keppnum hér á landi og erlendis.
Samhliða keppninni er Framreiðslumaður Norðurlanda.
Keppnin er haldin á matvælasýningin Foodexpo í Herning í Danmörku og núna klukkan 10 á íslenskum tíma hefst súkkulaði keppnin „The Nordic Championship in Showpiece“, þar sem þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor og keppandi, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari aðstoðarmaður Axels keppa.
Myndir: Hinrik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla