Keppni
Viktor Már sigraði í Freyðiglímunni – Myndir
Keppnin Freyðiglíma 2019 heppnaðist einstaklega vel en þar mættu 26 keppendur fyrir utan áhorfendur. Keppnin var haldin hjá Expert að Draghálsi 18-26.
Sjá einnig: FreyðiGlíma af bestu gerð
Keppnin endaði þannig að Viktor Már frá Kaffibrennslunni og Kristín Björg frá Te og kaffi helltu í svan, en það var Viktor Már sem hellti betur í þetta skiptið og hlaut fyrstu verðlaun.
Í öðru sæti var Kristín Björg frá Te og kaffi og í því þriðja var Jón Axel frá Reykjavík Roasters.
Freyðiglíman var útsláttareppni þar sem er valinn sá bolli sem er betri og farið eftir meðal annars áferð, semetríu, magn í bolla og hraða svo eitthvað sé nefnt.
Verðlaunin voru:
1. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki, Oatly totebag og nakin greip frá Expert!!
2. sæti: Oatly peysa, Oatly regnjakki og þjöppu frá Expert
3. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki og flóunarkönnu frá Expert!
Að sjálfsögðu voru drykkir frá Oatly, Eldgos og nóg af chaqwa fyrir alla.
Marcin Chyliski ljósmyndari smellti af nokkrum myndum yfir kvöldið:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir