Keppni
Viktor Már sigraði í Freyðiglímunni – Myndir
Keppnin Freyðiglíma 2019 heppnaðist einstaklega vel en þar mættu 26 keppendur fyrir utan áhorfendur. Keppnin var haldin hjá Expert að Draghálsi 18-26.
Sjá einnig: FreyðiGlíma af bestu gerð
Keppnin endaði þannig að Viktor Már frá Kaffibrennslunni og Kristín Björg frá Te og kaffi helltu í svan, en það var Viktor Már sem hellti betur í þetta skiptið og hlaut fyrstu verðlaun.
Í öðru sæti var Kristín Björg frá Te og kaffi og í því þriðja var Jón Axel frá Reykjavík Roasters.
Freyðiglíman var útsláttareppni þar sem er valinn sá bolli sem er betri og farið eftir meðal annars áferð, semetríu, magn í bolla og hraða svo eitthvað sé nefnt.
Verðlaunin voru:
1. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki, Oatly totebag og nakin greip frá Expert!!
2. sæti: Oatly peysa, Oatly regnjakki og þjöppu frá Expert
3. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki og flóunarkönnu frá Expert!
Að sjálfsögðu voru drykkir frá Oatly, Eldgos og nóg af chaqwa fyrir alla.
Marcin Chyliski ljósmyndari smellti af nokkrum myndum yfir kvöldið:
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar

























































