Vertu memm

Keppni

Viktor Már sigraði í Freyðiglímunni – Myndir

Birting:

þann

Freyðiglíma 2019 - Expert

Ánægðir sigurvegarar.
Kristín Björg, Viktor Már og Jón Axel

Keppnin Freyðiglíma 2019 heppnaðist einstaklega vel en þar mættu 26 keppendur fyrir utan áhorfendur.  Keppnin var haldin hjá Expert að Draghálsi 18-26.

Sjá einnig: FreyðiGlíma af bestu gerð

Keppnin endaði þannig að Viktor Már frá Kaffibrennslunni og Kristín Björg frá Te og kaffi helltu í svan, en það var Viktor Már sem hellti betur í þetta skiptið og hlaut fyrstu verðlaun.

Í öðru sæti var Kristín Björg frá Te og kaffi og í því þriðja var Jón Axel frá Reykjavík Roasters.

Freyðiglíma 2019 - Expert

Sigurvegarinn Viktor Már einbeittur á svip í keppninni

Freyðiglíman var útsláttareppni þar sem er valinn sá bolli sem er betri og farið eftir meðal annars áferð, semetríu, magn í bolla og hraða svo eitthvað sé nefnt.

Verðlaunin voru:
1. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki, Oatly totebag og nakin greip frá Expert!!
2. sæti: Oatly peysa, Oatly regnjakki og þjöppu frá Expert
3. sætið: Oatly peysa, Oatly regnjakki og flóunarkönnu frá Expert!

Að sjálfsögðu voru drykkir frá Oatly, Eldgos og nóg af chaqwa fyrir alla.

Marcin Chyliski ljósmyndari smellti af nokkrum myndum yfir kvöldið:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið