Markaðurinn
Víking Sumaröl
- Víking Sumaröl er fyrsti íslenski sumarbjórinn
- Búið að breyta og fríska upp á umbúðir.
- Nýtt bragð. Jarðaberjakeimur með bleikum tónum.
- Kemur í verslanir 1.júní.
Íslendingar elska hita. Sem er ótrúlegt í ljósi þess hvar á hnettinum við erum stödd og ákveðum að eyða tíma okkar. Þegar kaldir norðanvindar blása þráðbeint í andlitið á okkur sjá margir í hyllingum stól á sólarströnd, við sundlaugarbakkann eða á einum góðum veitingarstað í miðborgum suðrænna landa.
Oftar fylgja þessum tálsýnum ískaldir drykkir þaktir rakadropum sem gefa til kynna hversu ótrúlega kaldir og svalandi þeir séu.
Bjór
En ekki hvaða bjór sem er, eitthvað létt og ljúft á bragðið. Eitthvað sem svalar þorsta en á bragðgóðann hátt. Ferskleiki. Víking Sumaröl er vinsælasti sumarbjór Íslendinga til margra ára en það er alltaf gott að breyta aðeins til. Því var lagst í tilraunamennsku og eftir að strangar og á tímabili erfiðar smakkanir var niðurstaðan mjög skýr.
“White ale bjór með jarðaberjakeim sem bragðast best ískaldur úr glasi. Bleikir undirtónar tóna vel við sólina og gefa sterklega til kynna að nú sé loks komið sumar. Sumaröl í 2016 klæðnaði. Það er því einstaklega ljúft að drekka hann og enn betra að horfa á í fallegu glasi. Hann er jafnvígur í útilegunni eða heima við grillið. Í pottinum eða á leið inn í dalinn. Víking Sumaröl kemur í verslanir 1. júní og er hans beðið með eftirvæntingu.”
Segir vörumerkjastjóri Víking, Hilmar Geirsson.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit