Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vík í Mýrdal – 2. kafli – Veitingarýni

Birting:

þann

Icelandair hotel Vík

Icelandair hotel Vík

Við vöknuðum um átta leitið á Icelandair hotel Vík og eftir skveringu skelltum við okkur í morgunmatinn, hann var þessi klassíski.

Þó var tvennt sem gladdi mig mikið, hið fyrra var reykt bleikja frá Fagradal, en hún var algjört sælgæti, mild og góð, en hún hafði líka verið í opnuninni og var þá brimsölt og alltof sterkt reykt. Svo var það hitt að það voru volgar lummur á borðinu og finnst mér glæsilegt hvað veitingamenn eru orðnir áræðnir að bjóða upp á gamla íslenska matinn, sem fyrir nokkrum árum var púkó að bjóða uppá, en allt erlent var flott.

Eitt fannst mér gott að nú eru hótelin farin að hafa svona bréfblöð á borðunum með auglýsingum en þó sérstaklega að ef þú ert að borða af hlaðborði þá máttu borða nægju þína á staðnum en ekki er leyft að taka með sér mat.

Frá opnuninni á Icelandairs hotel Vík T.v. Vilborg Smáradóttir, Elías Guðmundsson hótel eigendur og móðir Elíasar, Guðrún Birna Guðjónsdóttir

Frá opnuninni á Icelandairs hotel Vík
T.v. Vilborg Smáradóttir, Elías Guðmundsson hótel eigendur og móðir Elíasar, Guðrún Birna Guðjónsdóttir

Við gengum saddir út í daginn og lögðum af stað til að skoða okkur um.

Um hádegisbilið vorum við mættir í Víkurskála til að borða hádegismatinn og fengum við okkur eftirfarandi:

Djúpsteiktur fiskur með sósu og salati

Djúpsteiktur fiskur með sósu og salati

Þessi þjóðvegs 1 fiskur í sinni bestu mynd, ágætur á bragðið

Hamborgara með osti og eggi, sósu og kartöflum

Hamborgara með osti og eggi, sósu og kartöflum

Hann var laus við væmna bragðið sem oft er að þess skonar mat og kjötbragðið fannst og tilbreyting í að borða hann.

Mikil traffík í Víkurskálanum

Mikil traffík í Víkurskálanum

Það var traffík á staðnum og hver rútan á eftir annarri kom í hlaðið og við skelltum okkur út að skoða meira.

Svo um fjögur leitið fórum við upp á hótel og lögðum okkur fram að kvöldverði sem hafði verið ákveðinn kl 19:30.

Eitt gleymdi ég næstum að segja ykkur en það er að í fyrsta sinn hefur Hotel Edda og Icelandair hotels Vík sama inngang ef þú vilt fjögurra stjörnu gistingu ferðu til vinstri en til hægri er þriggja stjörnu gisting, svo er stoðþjónustan sameiginleg með drykki, morgunmat og kvöldmat og verður gaman að fylgjast með hvernig þessi búskapur gengur saman.

Óskar Hafsteinn Halldórsson matreiðslumaður á Icelandair hotel Vík

Óskar Hafsteinn Halldórsson matreiðslumaður á Icelandair hotel Vík

Á aðurnefndum tíma voru við komnir niður í matsal og vísað til borðs og drykkjarpöntun tekin.

Við pöntuðum okkur eftirfarandi:

Það kom brauðkarfa með volgu brauði og smjöri

Rjómalöguð Hvannarsúpa, löguð úr hvönn úr Vík

Rjómalöguð Hvannarsúpa, löguð úr hvönn úr Vík

Mér finnst þessi súpa góð, en ég skil þá sem smakka hana í fyrsta sinn, en það er oft með góðan mat að eftir því sem þú borðar hann oftar þess betri verður hann.

Lambarifjur með kartöflumauki, steiktu grænmeti, vanillugljáðar gulrætur og lambasafa

Lambarifjur með kartöflumauki, steiktu grænmeti, vanillugljáðar gulrætur og lambasafa

Þessi réttur var bara afbragð, bragðsamsetningin tónuðu hvort annað og upp úr stóð lambabragðið, sem er það sem að var pantað.

Hnetu og rabbabarakaka með vanilluís frá Fossís og rabbabarasósu

Hnetu og rabbabarakaka með vanilluís frá Fossís og rabbabarasósu

Þessi ábætir var fullkomin endir á íslenskri máltíð, ánægjuleg upplifun

Þjónustan var góð og virkilega gaman að sitja í svona stórum sal, með mikla gluggasýn og hátt til lofts, fórum glaðir og sáttir í koju eftir góðan dag í Vík og umhverfinu þar.

Fleira tengt efni:

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið