Frétt
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
Matvælastofnun varar við Kötlu baunasúpugrunni vegna framleiðslugalla en rof var á hitastýringu í dreifikerfi og er varan því ótrygg. Fyrirtækið hafði samband við Matvælastofnun. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og hafið innköllun á vörunni.
Eftirfarandi framleiðslulotur eru innkallaðar:
- Vöruheiti: Baunasúpugrunnur
- Strikamerki: 5690591156801
- Best fyrir: 12.05.2025, 13.05.2025, 14.05.2025
- Nettóþyngd: 1 L
- Framleiðsluland: Ísland
- Sölustaðir: Bónus, Krónan og Hagkaup
Neytendur er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga eða skila í næstu verslun til að fá endurgreitt.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið