Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðburður sem þú vilt ekki missa af – Reynir: „Við vildum í raun bara hafa gaman og vera með viðburð yfir sumarið á miðju high season“ – Myndir frá síðustu hátíð
Bjórhátíð Lyst verður haldin 19. til 21. júlí næstkomandi í Lystigarðinum á Akureyri.
„Við vildum í raun bara hafa gaman og vera með viðburð yfir sumarið á miðju high season“
Sagði Reynir Grétarsson, veitingamaður Lyst og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, í samtali við veitingageirinn.is.
Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði, en hún var í raun fyrst bara sumarhátíð þar sem BORG var eina brugghúsið. Það var síðan í fyrra stækkuðum sem hátíðin stækkaði í það sem hún er núna og voru 13 brugghús sem tóku þátt.
Í ár eru 12 brugghús sem mæta á hátíðina en þau eru:
Húsavík Öl
Mývatn Öl
6A kraftöl
Álfur
Dokkan
Borg
Kaldi
Og natura
Segull 67
Gæðingur
Beljandi
Malbygg
Vínkeldan
Tilboð verður á mat og bjór á fjölmörgum veitingastöðum á Akureyri alla helgina:
Lyst – Happy alla helgina
Strikið – Brunch af brunch 15%
Berlin – Morgunmatur og brunch 20%
Vamos AEY – Happy alla helgina
Eyja vínstofa – Happy alla helgina
R5 bar – Happy alla helgina
Múlaberg Bistro og bar – Matur og drykkur 10%
Aurora – Matur og drykkur 10%
Backpackers – Happy alla helgina
Ketilkaffi – 15% af mat
Mói bistro – Happy alla helgina
Götubarinn – 20% afsláttur af bjór
North by Dill – Kampavín fylgir vínpörun
Íslenskur bjór, góður matur, flottir tónleikar eru þemað í ár. Aðaldagurinn verður laugardagurinn 20 júlí þar sem mörg af bestu brugghúsum landsins mæta með sína bestu sumarbjóra á dælu, ásamt því verða grillaðar pizzur, sushi og allskyns bakkelsi á boðstólnum. Um kvöldið heldur fjörið áfram með lifandi tónlist og meiri bjór.
Í ár verða tvö tónlista atriði en RAKEL og laura Roy spila yfir hátiðina Kl. 16:00. Una Torfadóttir verður með tónleika um kvöldið kl 21:00. Armbandshafar fá frítt inn á hana en aðrir borga 3500kr þar sem allur ágóði rennur til Lystigarðsins.
„Þetta er góður vibe viðburður. Við erum svo alltaf meira og meira að teygja dagskrána yfir alla helgina með því að fá fleiri veitingastaði og bari með okkur í lið.
Þannig að þeir sem eru með armband geta verið alla helgina á Happy hour og með afslætti á mörgum stöðum á Akureyri. Núna verða tvö tap takeover í gangi yfir helgina, annars vegar á Eyju með Bryggjunni Brugghús, og á R5 með Malbygg.
Stemningin í garðinum á milli 13-18 á laugardegi er svona smá útlanda stemning í góðu veðri, allir sitja úti í geggjuðu umhverfi. Við reynum að vera ekki með djamm stemningu, en þeir sem vilja þann gír eftir hátíð ná henni 100% niðri bæ með afsláttum alla nóttina.“
Sagði Reynir að lokum.
Með fylgja myndir frá því á hátíðinni í fyrra.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt21 klukkustund síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Hátíðarkveðjur