Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Viðburður sem þú vilt ekki missa af – Reynir: „Við vildum í raun bara hafa gaman og vera með viðburð yfir sumarið á miðju high season“ – Myndir frá síðustu hátíð

Birting:

þann

Bjórhátíð Lyst 2023 - Lystigarðurinn á Akureyri

Bjórhátíð Lyst verður haldin 19. til 21. júlí næstkomandi í Lystigarðinum á Akureyri.

„Við vildum í raun bara hafa gaman og vera með viðburð yfir sumarið á miðju high season“

Sagði Reynir Grétarsson, veitingamaður Lyst og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, í samtali við veitingageirinn.is.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði, en hún var í raun fyrst bara sumarhátíð þar sem BORG var eina brugghúsið. Það var síðan í fyrra stækkuðum sem hátíðin stækkaði í það sem hún er núna og voru 13 brugghús sem tóku þátt.

Í ár eru 12 brugghús sem mæta á hátíðina en þau eru:

Húsavík Öl
Mývatn Öl
6A kraftöl
Álfur
Dokkan
Borg
Kaldi
Og natura
Segull 67
Gæðingur
Beljandi
Malbygg
Vínkeldan

Tilboð verður á mat og bjór á fjölmörgum veitingastöðum á Akureyri alla helgina:

Lyst – Happy alla helgina
Strikið – Brunch af brunch 15%
Berlin – Morgunmatur og brunch 20%
Vamos AEY – Happy alla helgina
Eyja vínstofa – Happy alla helgina
R5 bar – Happy alla helgina
Múlaberg Bistro og bar – Matur og drykkur 10%
Aurora – Matur og drykkur 10%
Backpackers – Happy alla helgina
Ketilkaffi – 15% af mat
Mói bistro – Happy alla helgina
Götubarinn – 20% afsláttur af bjór
North by Dill – Kampavín fylgir vínpörun

Íslenskur bjór, góður matur, flottir tónleikar eru þemað í ár. Aðaldagurinn verður laugardagurinn 20 júlí þar sem mörg af bestu brugghúsum landsins mæta með sína bestu sumarbjóra á dælu, ásamt því verða grillaðar pizzur, sushi og allskyns bakkelsi á boðstólnum. Um kvöldið heldur fjörið áfram með lifandi tónlist og meiri bjór.

Í ár verða tvö tónlista atriði en RAKEL og laura Roy spila yfir hátiðina Kl. 16:00. Una Torfadóttir verður með tónleika um kvöldið kl 21:00. Armbandshafar fá frítt inn á hana en aðrir borga 3500kr þar sem allur ágóði rennur til Lystigarðsins.

Bjórhátíð Lyst 2023 - Lystigarðurinn á Akureyri

„Þetta er góður vibe viðburður. Við erum svo alltaf meira og meira að teygja dagskrána yfir alla helgina með því að fá fleiri veitingastaði og bari með okkur í lið.

Þannig að þeir sem eru með armband geta verið alla helgina á Happy hour og með afslætti á mörgum stöðum á Akureyri. Núna verða tvö tap takeover í gangi yfir helgina, annars vegar á Eyju með Bryggjunni Brugghús, og á R5 með Malbygg.

Stemningin í garðinum á milli 13-18 á laugardegi er svona smá útlanda stemning í góðu veðri, allir sitja úti í geggjuðu umhverfi. Við reynum að vera ekki með djamm stemningu, en þeir sem vilja þann gír eftir hátíð ná henni 100% niðri bæ með afsláttum alla nóttina.“

Sagði Reynir að lokum.

Með fylgja myndir frá því á hátíðinni í fyrra.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið