Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðburður sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara
Ólöf Ólafsdóttir mun vera með eftirrétta Pop-Up á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum, en viðburðurinn hefst á morgun 23. júní og stendur yfir til 25. júní næstkomandi. Þetta er klárlega viðburður sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara.
Ólöf er konditor og pastry-chef að mennt en hún hóf starfsferil sinn á Apótek Restaurant árið 2015 og starfaði þar í tæp 2 ár. Þar fékk hún að kynnast eftirrétta heiminum enda Apótekið þekkt fyrir frábæra eftirrétti og varð Ólöf í kjölfarið strax hugfangin af kökum og eftirréttum.
„Eftir Apótekið flutti ég til Ringsted í Danmörku og fór þar í konditor skólann Zealand Buisness College og flutti ég heim til að taka námssamninginn í Mosfellsbakarí og útskrifaðist úr skólanum í janúar 2021.“
Sagði Ólöf í samtali við veitingageirinn.is.
Eftir skólann fékk Ólöf vinnu á Monkeys veitingastaðnum sem yfir pastry chef og starfar þar núna.
„Ég hjálpaði þeim að opna staðinn og fékk það verkefni í hendurnar að hanna eftirrétta seðilinn eftir mínu höfði og hef prófað mig áfram í eftirréttagerðinni.“
Sagði Ólöf.
Ólöf hefur gert margar greinar með Morgunblaðinu þar sem hún deilir með lesendum uppskriftum sínum og hugmyndum af eftirréttum við ýmis tilefni.
Ólöf tók þátt í Köku ársins 2021 og komst áfram í undanúrslitum, loka keppnin fór síðan fram í sjónvarpsþættinum hans Gísla Marteins þar sem hann tilkynnti köku ársins.
„Svo var það Eftirréttur ársins, þar sem ég lenti í 1. sæti. Það var ekkert smá skemmtilegt og í kjölfarið af því fæ ég að fara á eftirrétta námskeið hjá Cacao Barry í Chicago næstkomandi ágúst.“
Ólöf mun bjóða upp á tvo eftirrétti á Nielsen ásamt konfekti.
Fyrsti eftirrétturinn er skyrmús með súkkulaði “crunch”, kerfil geli, kerfil kexi og hundasúru sorbet.
Ólöf náði í kerfilinn og hundasúrurnar út í garð, en skyrið fékk hún frá fjóshorninu við Egilsstaðarbýli.
Seinni eftirrétturinn er gamaldags kransakaka með þurrkuðum rabbabara, þeyttum mjólkursúkkulaði ganache og rabbabara geli.
Konfektið sem boðið verður upp á með kaffinu er hvítsúkkulaði ganache með aðalbláberjalíkjör.
„Ólöf vildi kynnast íslenska hráefnið betur og víkka sjóndeildarhringinn.“
Sagði Kári Þorsteinsson, yfirmatreiðslumaður og eigandi Nielsen, í samtali við veitingageirinn.is, en Ólöf mun leyfa lesendum veitingageirans að fylgjast vel með og senda okkur myndir ofl. af viðburðinum.
Svo að lokum má ekki gleyma Ása meistara, en hann er gestabarþjónn á Nielsen út júní.
Sjá einnig: Einn færasti barþjónn landsins hristir heimsklassa kokteila á Nielsen
Fyrir áhugasama, þá eru borðabókanir á www.nielsenrestaurant.is eða í gegnum Dineout hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum